Re: svar: Eftir fund

Home Umræður Umræður Klettaklifur Eftir fund Re: svar: Eftir fund

#48875
Páll Sveinsson
Participant

Tilgangur skrifa minna hefur alltaf verð að skoða möguleika á betri nýtingu á dalnum. Þó að mín skoðun að bolta í dalnum sé klárlega leið til þess er það kannski ekki endilega rétta leiðin.

Á fundinum á miðvikudag komu margar og misjafnar skoðanir í ljós.

Ef ég reyni að draga það sem mér fannst augljóst.

Það er búið að byggja upp góða klifuræfingaaðstöðu í Reykjavík. Það er búið að fjölga verulega þeim sem æfa þetta sport og margir af þeim hafa skriðið út úr holuni og reynt fyrir sér í klettum. Eini staðurinn í nágreni Rvk. sem hefur getað tekið við þessu liði er Valsahamar. Þar endist enginn til lengdar.

Það er ekkert svar að segja við gerðum þetta og hitt. Kaupið hentur eða farið á Hnappavelli.

Við þurfum að finna lausn á þessi máli.

Hugmyndir sem komu fram á fundinum voru t.d.
1.Græa fleiri leiðir í nágreni borgarinnar.
2.Kenna nýgræðingum að nota og treysta hefðbundnu dóti.
3.Setja upp sigakkeri í dalnum
4.Setja upp topptryggingar í dalnum
5.Setja upp sigakkeri í dalnum sem líka mætti nota sem topptryggingu.
6.Bolta nokkrar leiðir vestan við skottsleið í dalnum
7.Gera ekki neitt.

Eins og allir sem voru á fundinum vita þá var ekki ein af þessu hugmyndum sem náði hljómgrunn.

Palli