Re: svar: Eftir fund

Home Umræður Umræður Klettaklifur Eftir fund Re: svar: Eftir fund

#48873
Anonymous
Inactive

Já þetta var alveg mjög góður fundur fannst mér og ég bjóst við að við Palli yrðum grillaðir lifandi þarna og yrðum einir á móti ÖLLUM hinum sem væru algerlega á móti boltun. Það kom hins vegar skemmtilega á óvart að flestir af þeim yngri sem eru tiltölulega nýbyrjaðir fannst alveg sjálfsagt að bolta þarna og fannst það alveg sjálfsagt að geta notað þetta klifursvæði sem er þetta nálægt Reykjavík. Þeir kvörtuðu yfir miklum þrengslum í Valshamri og voru mjög áhugasamir yfir öllum þeim möguleikum sem gæfust í grennd við Reykjavík. Það var eins og mig grunaði að flestir ef ekki allir sem talað höfðu hæst á móti þessu héldu að við Palli værum að tala um að bolta allt til fjandans en það er alls EKKI það sem við vorum að tala um. Við vorum að tala um að setja upp sigankeri á þeim stöðum sem mest eru klifraðir eru og prufa bolta nokkrar leiðir fyrir vestan Scotts leið. Menn snúa þessu alltaf upp í hræðsluáróður og fara að tala um að það sé hræðilegt að bolta Stúkuna , Lúsifer eða aðrar eðal dótaleiðir þarna. Ég er alveg sammála þeim þar. Það er ekki það sem við erum að tala um hér. Við erum einfaldlega að tala um að geta notað þetta frábæra klifursvæði meira en gert er. Sérstaklega þegar fjöldi klifrara á höfuðborgarsvæðinu er að aukast jafn hratt og hann hefur gert á síðustu árum og kemur sennilega til með að fjölga enn meira á næstu árum. Öll önnur svæði sem koma til greina er vert að skoða með opnum huga sérstaklega ef þau eru jafn nálægt Reykjavík og Búhamrarnir eru.
Með friðarkveðjur
Olli