Re: svar: Botnsúlur og Glymsgil

Home Umræður Umræður Almennt Botnsúlur og Glymsgil Re: svar: Botnsúlur og Glymsgil

#49380
Siggi Tommi
Participant

Fyrst katastrófusögurnar eru farnar að fjúka þá læt ég okkar helgarsögu fjúka í leiðinni.

Við Haukadalsfararnir upplifðum einnig heldur óskemmtilega stund um helgina.
Vorum komnir 2/3 upp Trommarann þegar ógurlegur dynkur heyrist einhvers staðar frá og virtist hann koma úr okkar eigin fossi. Ég var að klifra en Robbi þóttist finna jarðskjálfta upp á 6 á Richter þegar þetta gerðist (ýki það nú reyndar) og fannst hann einnig sjá þversprungu sér í ennishæð gleikka um einhverja millimetra (en það gæti nú verið ímyndun…).
Sissi og co hinum megin í gilinu heyrðu lætin mjög greinilega.
Þó var ekki einu sinni yfir 0°C hjá okkur. -1°C eða svo ef ég man rétt.
Mjög hressandi að heyra fossinn sinn sunka niður án þess að sjá nein ummerki um hrun…

Jibbíkæjei!