Re: svar: Athygli ykkar skal vakin á því að …

Home Umræður Umræður Almennt Athygli ykkar skal vakin á því að … Re: svar: Athygli ykkar skal vakin á því að …

#50549
0703784699
Meðlimur

……er hálfnaður með Draumlandið…og ætla að halda þangað núna þegar þessum skrifum á umræðusíðuna er lokið….skemmtileg lesning og tek undir með stórvini mínum Hr. Morthens að allir eigi að lesa þessa bók (þó ég efist um aðhann hafi komist lengra en að lesa efnisyfirlitið).

Endilega grípið bókina í næstu verslun (eða á fluvellinum á leið út), lesið, myndið ykkur skoðun (með eða á móti) í þessu máli sem og flestum þeim málum sem að ykkur snúast. Árni A segir það ansi mikilvægt og hefur hann nokkuð til síns máls þar.

Gaman að heyra að fleiri eru á þeirri skoðun að landbúnaður og lög og reglur um þá stétt séu á villigötum líkt og Sinfoníuhljómsveitin. Myndin af 28 „íslenskum hermönnnum“ þótti mér ansi skemmtileg, sérstaklega í ljósi þess að þarna sá ég æskufélaga, klifurfélaga, frænda og nokkra aðra hausa sem ég þekkti vel til (um 30% af hópnum), svo ekki sé minnst á að næsta hersveit sem fer út á næstu dögum er samansett af alltof mörgum í kringum mig sem ég þekki líka. Hvern andskotann erum við að gera með her? Verður ekki viðmótið eftir 20 ár að þá verðu sagt að vði erum nú búin að vera með „her“ svo lengi að við verðum nú að fara að sinna varnamálum að meiri krafti?

I rökræðum sem ég átti um daginn, varðandi virkjanamál, að þá var troðið oní mig með því að allur ferðamannastraumur (iðnaðurinn á) til íslands mengaði meira en eitt stykki álver f. austan? Ég var því miður ekki með sönnur á að svo væri ekki, né hverjar tölurnar eru yfir þau ársstörf sem ferðamannaiðnaðurinn skapar versus álverið á austurlandi…..en gaman væri að heyra að svo væri ekki.

Himmi