Re: svar: Ársritið – on the cover of the Rolling Stone

Home Umræður Umræður Almennt Ársritið – on the cover of the Rolling Stone Re: svar: Ársritið – on the cover of the Rolling Stone

#47757
AB
Participant

Ja hérna. Sissi er greinilega að missa sig algjörlega. Gaman að því. Það er rétt að óþarfi er að vera með dylgjur í garð brettafólks, en ég held nú að meginþorri Ísalpara sé ekkert að agnúast út í brettin og brettafólk. Hins vegar er það staðreynd snjóbretti hafa ekki hingað til tengst fjallamennskunni eins sterkum böndum og telemark og fjallaskíði af þeirri einföldu ástæðu að bretti eru þung í burði ( þungar byrðar=leiðindi) og henta ekki vel til uppgöngu fjalla þó að sjálfsögðu megi axla plankann og þramma af stað. Ekki mundi ég nú samt vilja klifra bratt, með brettið á bakinu.
Það þýðir ekkert að vera í fýlu þótt þróun íslensks fjallamennskusamfélags sé á því stigi að telemark er stærri hluti þess en snjóbretti.
Annars er lang skemmtilegast að klifra….
Ég læt eina stöku fljóta með:

Telemark er tussusport
tilgangslaust á fjöllum.
Slappleiki af þeirri sort
skemmtir ekki öllum.

Þar með hef ég væntanlega fyrirgert rétti mínum til að mæta á Telemarkfestivalið. Amen.