Re: svar: Aðstæður?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Aðstæður? Re: svar: Aðstæður?

#52037
Siggi Tommi
Participant

Já, ekki sátum við heima að bora í nefið.
Fór ásamt Gulla og Guðjóni Snæ í Þilið í dag og var það tóm hamingja.
Fyrsta spönn morkin
Önnur slatta blaut en fínn ís og frábært klifur, bara sturta að ofan. Fáránlega stórar regnhlífar sem lafa fram af slúttinu. Frekar skuggalegt.
Þriðja spönn var snilld líka og afar torrötuð. Endalaus snís og misstórar regnhlífar, sem þurfti að mylja niður og klifra framhjá og yfir. En með smá sikksakki og hugmyndaauðgi hafðist þetta fyrir myrkur (leiðslan alla vega).

Sjá annars brakandi ferskar myndir á:
http://picasaweb.google.com/hraundrangi/Ili8Des2007
Fleiri myndir og e.t.v. vídeó koma á næstu dögum.

BTW: Tjaldsúlurnar virtust vera í prímaaðstæðum.