Re: svar: Aðgengi

Home Umræður Umræður Almennt Aðgengi Re: svar: Aðgengi

#49689
1410815199
Meðlimur

Góð og þörf umræða sem vert er að halda á lofti.

Ég vil lýsa samúð minni við kajak-menn sem vilja fá að stunda sitt sport í friði. Fáar íþróttir skilja eftir sig minni för en kajakróður. Röksemdirnar fyrir banninu eru nokk hlægilegar, sérstaklega í ljósi þess að menn mega ennþá hjóla í Elliðaárdalnum, ganga þar um, veiða í ánni og tvær stærstu umferðaræðar höfuðborgarsvæðisins liggja þar um!

Hvað varðar aðgengi að landi og takmörkunum á er ég ekki sérfróður en ég tel mig vera nokkuð vissan að það sé hægt að takmarka aðgengi ferðamanna að landi en það er í sárafáum tilvikum:
Nú kemur langur bálkur sem rekinn er upp úr lögum um náttúruvernd sem samþykkt voru 22. mars 1999.

III. kafli. Almannaréttur, umgengni og útivist.

12. gr. Réttindi og skyldur almennings.
Almenningi er heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi.
Öllum er skylt að ganga vel um náttúru landsins og sýna ýtrustu varúð þannig að henni verði ekki spillt.

13. gr. För um landið og umgengni.
Á ferð sinni um landið skulu menn sýna landeiganda og öðrum rétthöfum lands fulla tillitssemi, virða hagsmuni þeirra, m.a. vegna búpenings og ræktunar, þar á meðal skógræktar og landgræðslu, og fylgja leiðbeiningum þeirra og fyrirmælum varðandi ferð og umgengni um landið.
Fara skal eftir merktum leiðum og skipulögðum stígum og vegum eftir því sem auðið er, hlífa girðingum, fara um hlið eða göngustiga þegar þess er kostur og ef farið er um lokuð hlið skal loka þeim eftir að gengið hefur verið um þau. Sérstök aðgát skal höfð í nánd við búsmala, selalátur, varplönd fugla, veiðisvæði og veiðistaði.
För manna um landið er ekki á ábyrgð eiganda lands eða rétthafa að öðru leyti en því sem leiðir af ákvæðum annarra laga og almennum skaðabótareglum.

14. gr. Umferð gangandi manna.
Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustiga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.
För um ræktað land, sbr. [8. tölul. 3. gr.],1) og dvöl þar er háð samþykki eiganda þess eða rétthafa. Sama gildir um skógræktarsvæði í byggð sem ekki eru í eigu eða umsjá ríkis eða sveitarfélaga, önnur en náttúrulega birkiskóga og kjarr. Sé skógrækt styrkt með opinberu fé skal kveða svo á í samningi við eiganda eða rétthafa lands að hann tryggi almenningi með reglum sem hann setur frjálsa för um landið eftir að fyrstu stigum skógræktar er lokið.

1)L. 140/2001, 5. gr.

15. gr. Umferð hjólandi manna.
Þegar farið er á reiðhjólum um landið skal fylgt vegum og skipulögðum reiðhjólastígum eins og kostur er.

16. gr. Umferð ríðandi manna.
Þegar farið er ríðandi um landið skal fylgt skipulögðum reiðstígum eins og kostur er.
Á ferð um hálendi og önnur lítt gróin svæði skulu menn hafa tiltækt nægilegt aðflutt fóður fyrir hross sín.
Heimilt er mönnum, að fengnu leyfi eiganda eða rétthafa eignarlands þegar við á, að slá upp aðhöldum eða næturhólfum, enda valdi það ekki spjöllum á náttúru landsins. Á hálendi skal þeim valinn staður á ógrónu landi sé þess kostur.
Þar sem svo háttar til skal haft samráð við landverði eða umsjónaraðila á staðnum þegar farið er um eða dvalist á náttúruverndarsvæðum, sbr. IV. kafla.
Umhverfisráðherra getur sett í reglugerð1) nánari ákvæði um umferð ríðandi manna og rekstur hrossa.