Re: Re:Suður Frakkland – klettaklifur

Home Umræður Umræður Klettaklifur Suður Frakkland – klettaklifur Re: Re:Suður Frakkland – klettaklifur

#54296
Ólafur
Participant

Myndin sem þú póstaðir með inlegginu er frá Calanques sem er risa klifursvæði sem teygir sig frá Marseille og austur eftir miðjarðarhafinu til bæjarins Cassis. Klifraði þar einu sinni fyrir margt löngu. Við héldum til í Cassis en þaðan geturðu labbað á nokkur af svæðunum í Les Calanques og klifrað og baðað á víxl – næs. Mér sýnist að myndin sé frá ‘En vau’ sem er lítill fjörður með fullt af klifurleiðum og góðri baðströnd, trúlega eitt vinsælasta svæðið í Calanques. Mikið af vinsælustu leiðunum þarna eru frekar póleraðar en klifrið er skemmtilegt engu að síður. Þar sem svæðið er stórt þá mæli ég með að þú verðir þér úti um gædbók áður en þú ferð.

http://www.topo-calanques.com/

Kveðja,
ó