Re: Re:Klifurleiðir í Kjarnaskógi

Home Umræður Umræður Klettaklifur Klifurleiðir í Kjarnaskógi Re: Re:Klifurleiðir í Kjarnaskógi

#54426
2806763069
Meðlimur

Sæll

Já rétt til getið. Almenna reglan er sú að ef hægt er að klifra leið með náttúrulegum tryggingum (trad / dót) þá á ekki að bolta hana (þessari reglu er reyndar ekki alltaf framfylgt á íslandi).

Sumar leiðir eru vissulega á mörkum þess að vera tryggjanlegar með dóti en ef sá sem setti upp leiðin gerði það á sínum tíma þá segir það einfaldlega að hægt sé að klifra leiðina á náttúrulegum tryggingum. Aðrir sem vilja klifra leiðina hafa þá ekki rétt til að breyta henni með því að bæta við boltum.
Í sumum tilfellum hefur tíðarandinn breyst og mönnum þykkir eðlilegt að bolta leiðir sem hafa áður verið óboltaðar. Þetta er nokkuð sjaldgæft og er oftast gert með samþyki þess sem fór leiðina fyrstur.

Með þessu er verið að halda leiðunum eins náttúrulegum og hægt er, en um leið verið að gefa íþróttinni færi á að þróast (með því að bolta innan eðlilegra marka). Þetta snýst einnig um að bera virðingu fyrir því sem áður hefur verið gert og að skilja að klifur er ekki bara spurning um likamlegt atgerfi og tækini, hausinn verður líka að vera í lagi! Að lokum snýst þetta um að virða rétt þeirra sem á eftir koma til að njóta alls þess sem kletturinn hefur uppá að bjóða, andlega og líkamlega.

Ég vona að þessi langloka sé nokkurnvegin skiljanleg, en veit að fenginni reynslu að mér tekst ekki alltaf að koma þessu frá mér þannig að menn skilji hvað ég er að reyna að segja.

Annars er ekki vitlaust að ræða þetta við Palla eins og Skabbi leggur til. Hann þekkir líklega bezt til þarna og á án efa eitthvað í flestum leiðunum.
Ef þetta er svona svæði þar sem ekki var boltað þar sem menn einfaldlega höfðu ekki búnað eða verkfæri til þá eru gömlu kallarnir líklega til umræðu um það að vinsældir svæðisins og íþróttarinnar verði auknar með vel framkvæmdri boltun. Pöstin eru t.d. dæmu um svæði þar sem verulega hefur verið bætt við boltun og að því mér skilst hafa trad leiðir sem engin fór vegna þess að þær voru einfaldlega of hættulegar verið boltaðar, svo þetta er ekki óþekkt og getur verið verulega jákvætt.

Ég vona amk að þetta verði ekki til að draga úr þér og þínum félögum, endilega að halda áfram að kanna nýja möguleika. Dótaklifur er svo að sjálfsögðu einn af þessum möguleikum.

Climb on,

Softarinn