Re: Re:Aðstæður

Home Umræður Umræður Almennt Aðstæður Re: Re:Aðstæður

#55106
Sissi
Moderator

Eins og sumir vita erum við Freysandi Fresh miklir áhugamenn um ýmiskonar brölt líkt og formaður Ólympíska fjélagsins, Andri Bjarnfreðarson hefur boðað í gegnum árin.

Með glampa í augum og eldmóð í hjarta sóttum við Stymma og heilan big-wall rakk af klettatryggingum í nærliggjandi sveitarfélag og héldum á vit ævintýranna í suðurhlíðum Esju.

Að sjálfsögðu enduðum við í allt öðru – ísklifri. Klifruðum prýðilega leið sem heitir því frumlega nafni Ísþilið (leið #41 í leiðarvísinum). Leiðin sú er nokkur hundruð metrum austan við Andrahrygg og sést sjálfsagt langt að, m.a. vel af gönguleiðinni á Þverfellshorn, magnað að maður hafi ekki farið þetta áður.

Fyrsta haftið var þunnt, kertað, skrýtið, asnalegt, erfitt og mjög svo eftirá-skemmtilegt. Stutt en tæknilegt.

Síðan tók við simul klifur upp að aðalhöftunum, hvar við tókum hægra afbrigðið sem fer framhjá mest áberandi þilinu. Var þetta full spönn af stórskemmtilegu 3-4 gr. klifri upp á brún. Töff leið í ótrúlega kúl umhverfi. Tók ekki mikið af skrúfum (enda voru þær í bænum utan einhverra þriggja forngripa sem Stymmskí dró upp úr pyngju sinni við fögnuð viðstaddra).

Æðislegur dagur á fjöllum!

Sissi, Freysi og Stymmi