Re: Re: Til hvers isalp.is?

Home Umræður Umræður Almennt Til hvers isalp.is? Re: Re: Til hvers isalp.is?

#56002
0703784699
Meðlimur

Það var lagst í mikla könnun hér f. all nokkrum árum um gildi vefsins og hlutverk hans. Það skapaði einhverja umræðu á þeim tíma og kannski vert að taka aftur upp þráðinn.

Ísalp skipar veigamikinn sess í fjallaumræðunni hjá mjög svo þröngum hópi, sennilega þeim sem klifra meira en hinn almenni björgunarmaður. Einhvern tímann var komist að orði að kalla þá sem stunda Ísalp meira harðkjarna en hina, og var það frekar umdeilt orðaval (en það tengdist því hvort við ættum að tengjast Ferðafélagi Íslands ofl). Ég held að björgunarfólk sem klifrar af og til haldi sig annarsstaðar en hér. Ég held að þeir sem teljist til sportklifrara séu ekki mikið að hanga á Ísalp? Er þetta bara mín tilfinning og er ég alveg á villigötum þegar ég segi það.

Nú veit ég ekki hvaða umræðu um hjálma þú ert að tala og ég held að mér gæti ekki verið meira sama hvort að menn vilja nota þennan eða hinn hjálminn, hvað hann er gamall osfrv. Hvort þessi umræða á heima hér á vefnum en ekki öðrum samskiptaforritum er vandsvarað. En eitt er víst að á næstu árum á það eftir að breytast mjög hvernig við höfum samskipti.

Það sem er hættulegast með svona vefi er að viss húmor, úttúðun og fleira getur fælt fólk frá vefnum. Þannig að við sem sækjum hann verðum að passa okkur á því hvað fer hér inn. Ég veit ekki til þess ða hér hafi veri stunduð ritskoðun. Ég held að allir geti sannmælst um það að umræða um nýjar leiðir, ferðir framundan, aðstæður og annað sé af hinu góða.

Ég held að ég sé ekki langt frá því þegar ég segi að þeir sem skoði vefinn reglulega séu ekki mikið fleiri en 200 ef þeir ná þeirri tölu. Efast um að við fáum mikið fleiri en 400 einstaklinga sem skoða vefinn á ári. Það er ansi þröngur markhópur. En ég hef svo sem ekkert til að styðjast við þessar tölur.

Persónulega finnst mér alltaf gaman þegar settar eru inn fréttir af umræðunni sem er á öðrum síðum, erlendis. Ég hef ekki tíma til að skoða klifur.is, klifurhusid.is, klifur.com og aðrar síður sem eru að reyna að henda inn efni um það sem er að gerast hér. Ég treysti því bara að það helsta skili sér á Ísalp og það nægir mér. En varðandi topo mál að þá held ég að það sé í lagi að vera með það á öðrum síðum, klifur.is osfrv en bara ef við erum með skilmerkilega linka á það hér á isalp.is

kv.Himmi sem er með skoðun á vel flestu