Re: Re: Þorgeirsfellshyrna.

Home Umræður Umræður Klettaklifur Þorgeirsfellshyrna. Re: Re: Þorgeirsfellshyrna.

#57916
Páll Sveinsson
Participant

Í ársriti ísalp 1986 er sagt frá ferð 7 ísalp félaga á Þorgeirsfell.
Helgina 17 og 18 ágúst. 1985

„Fyrri daginn var farið í skoðunarferð og bergið í Miðhyrnu kannað. Þarna er djúpberg eins og finnst í Eystra og Vestrahorni. Það reyndis mjög vel. Farið var upp á Hyrnuna og skoðað. Á sunnudeginum var lagt upp í góðu veðri og ætluðu sjömenningarnir að klífa hrygg sem gengur úr Miðhyrnuni, tveir þeirra komust alla leið upp, hinir fóru langleiðina. Legið var í tjaldi undir Hyrnuni. Þáttakandur voru 12 talsins. Fararstjóri var Kristinn Rúnarsson. Leiðin var gráðuð III-IV.“ Það voru Snævar Guðmundsson og Kristinn Rúnarsson sem kláruðu leiðina.

Oktober 2012 fetuðu Páll Sveinsson og Baldur Þór Davíðsson í fótsbor þessara kappa.
Ég mældi nú ekki hvað þetta var langt klifur. Við byrjuðum alveg neðst á hryggnum en það er hægt að byrja mun ofar og stitta leiðina sem því nemur. Ég áætla að þetta hafi verið um 500 lengdarmetrar af línu sem við drógum út. Mestur hluti klifurssins er létt bröllt en inn á milli koma krefjandi hreifingar allt upp í 5.8. Alvöru klifur er ca. 70 m af þessu öllu og þar af 40 metrar af 5.6 í endann á leiðinni. Auðveld ganga er niður af Hyrnuni en vandrötuð í myrkri.

http://www.youtube.com/watch?v=wIHmvYZqkOI

kv. P