Re: Re: Svefnpokaviðgerð

Home Umræður Umræður Almennt Svefnpokaviðgerð Re: Re: Svefnpokaviðgerð

#56399
2006753399
Meðlimur

Sendingarkostnaður getur fallið beggja vegna, stundum borgar maður fyrir að senda út og þeir send frítt tilbaka. Ef þú ert með t.d. búnað fyrir ekki nema 50þ kall, þá má sendingarkostnaður vera mjög hár til að það borgi sig ekki að senda hann í viðgerð.

Hvort það borgi sig að senda eitthvað út, myndi ég telja að það færi eftir stærð hlutanna, ef þeir eru stórir / þungir þá borgar sig klárlega að geyma þá fyrir næstu utanlandsferð eða senda með einhverjum.

Svo skiptir líka máli hvar þú keyptir þá, MEC í kanada borgaði t.d. í fyrra fyrir heimsendingarkostnað á mec-jakka frá íslandi í viðgerð sem var í ofanálag frí (ónýtur rennilás). Hefði kostað þúsundir heima ef það hefði þá verið hægt yfir höfuð þar sem margir snerta ekki þessa (drasl) vatnsheldu rennilása.

Almennt þá virðist vera auðveldara að fá viðgerðir vestanhafs þar sem þjónustan er betri. Gummi – sendu email á NF og tékkaðu á því, annars eru þeir hjá tjaldborg á Hellu oft góðir í tjaldaviðgerðum.

kv
-R