Re: Re: Slys í Kverkfjöllum – staðsetningar?

Home Umræður Umræður Almennt Slys í Kverkfjöllum – staðsetningar? Re: Re: Slys í Kverkfjöllum – staðsetningar?

#56879
0808794749
Meðlimur

Það vill svo til að ég þekki til gaursins sem lenti í slysinu í hellinum. Hann var þar á ferð með konu sinni sem er meðal annars hér á landi til að safna sýnum af bakteríum sem lifa í hellum vegna doktorsverkefnis. Þetta gerðist á svæði þar sem svissneskir hellamenn voru á ferð fyrir nokkrum árum, held að Ómar Ragnarsson hafi gert um það frétt. Hinn slasaði er mikill hellamaður og hafði heyrt af þessum helli. Félagi hans sem býr hér á landi og er líka mikill hellaáhugamaður ákvað að vera eftir í skálanum því honum leist ekki á þetta brölt. Þau vissu því klárlega af hættunni. Voru einmitt á leið út vegna þess að þau sáu að mikið hafði hrunið út. Þá féll á hann blokk, strauk á honum hausinn (hjálmurinn brotnaði) og féll svo á lappirnar á honum. Mikil mildi að ekki fór verr. Annar ferðalangur hjálpaði svo konunni að hreinsa burtu ísinn en þau voru töluverðan tíma inni í hellinum.
Ég efast um að skilti hefðu haft áhrif á þeirra gjörðir en þau gætu örugglega fengið hinn almenna túrhest til að hugsa sig um. Þá vildi ég frekar sjá „You will DIE“ á skiltum heldur en hálfkveðnar vísur um að mögulega kannski falli stundum ís bleeeh… En eins og Árni segir þá væri líklega best að fræða túrhesta almennt um þessar hættur. Kannski hægt að setja alla á hálftíma námskeið sem keyra/ganga inn á hálendið og inn í þjóðgarði.