Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Professionals at work › Re: Re: Professionals at work
 Karl
KarlSissi, ég held að lesendur bíði spenntir eftir að heyra þetta með fall faktor 2″
Jafnvel þó að tryggjarinn hefði ekki hlaupið frá brúninni og hopparinn hrunið í svelginn þá næst aðeins faktor 1 !
Svo er það þetta með fagmennsku atvinnumannanna:
Fyrir margt löngu tók mikill snjóflóðagúrú að sér að halda ísklifurnámskeið fyrir klúbbinn.
Hann valdi námskeiðinu stað hlémegin í mikilli hlíð þrátt fyrir að Veðurstofan hefði verið með stormviðvaranir í 2 eða 3 daga á undan. Auðvitað lenti hópurinn í snjóflóði.
Það hefur verið sett fram lögmál sem segir að fylgni sé milli þekkingar á snjóflóðum og líkum á að lenda í flóði. Það sannaðist vel þarna.
Síðan þetta gerðist, hef ég ekki lesið staf um snjóflóð og stefni á að meðfædd gleymska tryggi mér með tíð og tíma algert þekkingarleysi á þessu sviði…..
Góðar stundir