Re: Re: Klúbburinn

Home Umræður Umræður Almennt Klúbburinn Re: Re: Klúbburinn

#56974
Karl
Participant

Ísalp er sérstakt fyrirbrigði. -Markmiðið er ekki að starfsemi félagsins sé sem allra mest. Markmiðið er að sú fjallamennska sem hver og einn stundar verði meiri/betri/áhugaverðari/aðgengilegri osfrv. Eitt aðal hlutverk Ísalp er því að vera fjöltengi sem miðlar hugmyndum, upplýsingum skoðunum ofl.

Í árdaga fólst þetta í áskrift klúbbsins að bókum og tímaritum og „fjöltengingin“ var með beinum hætti , maður á mann, á opnum húsum klúbbsins og lítilega með útgáfu fréttabréfa.
Í dag má segja að http://www.isalp.is hafi tekið við hlutverki lífræna opnuhúsahittngsins og fréttabréfanna.
Ég tel mikilvægt að halda þessum vetvangi „innanhúss“ þ.e. á okkar heimasíðu og ná fram þessu lífræna með námskeiðum og festivölum ss Banf, Telemarkfestival. Ísklifurfestival, Hnappavallgleði, e-h myndasýningum, glöggi osfrv.

Líklega þarf að poppa síðuna e-h upp til að auðvelda miðlun myndefnis og FF.