Re: Re: Isklifur foll o.fl

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Isklifur foll o.fl Re: Re: Isklifur foll o.fl

#55852
0703784699
Meðlimur

„with an overwhelming nauseating case of the barfies“

Ef menn hefðu lagt á sig að lesa það sem málið snérist um að þá hefðu þeir ef til vill skilið hvernig slysið bar að og hvað ég átti við. En þetta var ekki fall, heldur var hann sestur í síðustu skrúfu (#2 f. ofan stans) af því hann var með „öskrandi ælu“, eftir 3-4 mín setu í skrúfunni til að hita á sér fingurnar endar hann í frjálsu falli. Að öllum líkindum skarst línan af því hann rak broddana í en það er og verður sennilega ráðgáta ein. Varðandi hvað olli því að ísinn fór út er og verður líka ráðgáta en þó má leiða að því likum að ísinn hafi verið stökkur og útaf þyngd hans hafi hann náð að toga skrúfuna út eða brotnað allt í kringum skrúfuna (sem er líklegra þar sem hún bognaði ekki).

Fleira var ekki komið fram þegar ég las þetta, en einsog segir þarna má búast við nánari upplýsingum frá bjórþyrstum ísklifurkönnuðum sem fara út á föstudag. Ég þakka fyrir stórskemmtilegt myndband og bíð spenntur eftir að lesa meira um þessar svaðilfarir.

Gimp