Re: Re: Ísaðstæður 2012-2013

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2012-2013 Re: Re: Ísaðstæður 2012-2013

#58266
Siggi Tommi
Participant

Ætlaði að hamra ís í Kinninni með Arnari og Berglindi síðustu daga en þar var allt á hraðri niðurleið í hlýrri vorsólinni. Heyrðum þungar drunur strax kl. 7:30 í morgun og hálfu fossarnir höfðu hrunið dagana á undan (þmt. efri parturinn af Stekkjastaur).
Var því lítið annað að gera en að flýja á hærri slóðir og endaði ég því ásamt Arnari og Ólíver heimamanni í SuperDupont (WI5) í Stólnum í Skíðadal í dag. Ísinn í fínu standi og í meira lagi í leiðinni þetta árið. Varð því úr hin besta skemmtun í blíðviðrinu. Fossinn gæti alveg þolað nokkrar vikur í viðbót ef ekki hlýnar mikið meira en þetta.
Aðrir Fossar í Stólnum (ofan Dælis og Másstaða) í fínu standi og snjórinn sæmilega stabíll.

Gummi stóri og Arnar fóru í Ormapartý (WI4+) í Búrfellshyrnu í Svarfaðardal og áttu góðan dag.
Aðrar leiðir þar (Wanker Syndrome, Ýmir etc.) væntanlega í fínu standi líka.

Annars er betra skíðafæri en ísfæri hér á N-landi en með góðum vilja má eiga góða klifurdaga á Skíða- og Svarfaðardalssvæðinu.