Re: Re: Ísaðstæður 2012-2013

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2012-2013 Re: Re: Ísaðstæður 2012-2013

#57985
0909862369
Meðlimur

Fór ásamt tveimur Gnúpverjum í NA hluta Vörðufells í Biskupstungum þar sem við fórum mjög greinilega línu sem sét vel frá veginum. Gilið gæti heitið Tæpastígsgil eða Gunnugil (samkvæmt korti) En spurningin er hafa menn verið að brölta þetta áður, ef svo er hvaða nafn ber þá þessi leið og hvað var hún gráðuð?
Við tókum þetta í tveimur spönnum, fyrri spönnin tæpir 60m og sú seinni milli 40m og 50m. Hressandi höft inni á milli (WI3+/WI4- ?), en annars þægilegt klifur.
En hvað segja vitrir menn, ber þessi leið ekki eitthvað nafn?
[attachment=504]Vordufell.jpg[/attachment]