Re: Re: Ísaðstæður 2012-2013

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2012-2013 Re: Re: Ísaðstæður 2012-2013

#57941

Við Bergur Einarsson keyrðum Kjalveg upp að Bláfelli í gær. Datt í hug að kanna nokkur gil sem eru í hvilft sem er í NV-hlið fjallsins og er vel sýnileg frá vegi. Sáum glitta í einhvern ís og ákváðum að kýla á þetta. Reyndist vera einn stakur foss ca. 25 m. Aðkoman var ansi hress. Íshellir úr snjó frá því vetrinum áður. Stór stykki sem sem sátu ofan á gilbrúnum og ganga svo niður í gilið eins og kjölur á skútu. Fínt haustklifur til að hrista rykið af græjunum, en líklega fyllist þetta gil af snjó á hverjum vetri.

Hefur einhver farið þetta áður, eða aðrar leiðir í Bláfellinu? Ef ekki þá er hér FF skýrslan:

Nafn leiðar: Rjúpan eina.
FF: Bergur Einarsson og Ragnar Heiðar Þrastarson 11. nóv. 2012.
Aðkoma: Ekið norður Kjalveg um 700 m framhjá afleggjara að Skálpanesi. Hvilftin blasir þar við á
hægri hönd. Leiðin liggur upp gilið lengst til vinstri í hvilftinni af þeim þremur mest áberandi sem þar
er að finna.

Ein spönn – 25 m – WI3

Fleiri myndir hér.

kveðjur
Raggi