Re: Re: Innandyra ísklifur

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Innandyra ísklifur Re: Re: Innandyra ísklifur

#55665
0801667969
Meðlimur

Get ekki séð að þetta gæti verið sjálfbært nema allir ísklifrarar vinni hjá einhverri skilanefndinni. Menn hafa verið duglegir að reikna út að hitt og þetta geti gengið sjálfbært, staðið undir sér. Raunin er að oft hefur þetta að lokum lent að mestu á herðum ríkis og bæjar. Óháð sjálfbærni þá hefur áætlanagerð á Íslandi nánast verið marklaus hingað til.

Menn fundu það t.d. út með einbeittum vilja að hafnargerð á Bakka væri alveg stórsnjöll hugmynd. Menn eru nú þegar komnir á annan milljarð fram úr áætlun og ekkert lát á rugli í rekstri hafnarinnar. Rekstur hins algeðveika tónlistarhúss getur t.d. ekki hafist nema fram komi tæpur milljarður aukalega frá skattborgurum. Það var fundið út að yfirbyggt skíðahús í Úlfarsfelli væri fýsilegur kostur. Veit lítið meira.

Raunhæfar áætlanir er eitthvað sem virkileg þörf er á í samfélaginu. Ég er því ekki að gera lítið úr þessu tiltekna verkefni en vona að það verði vel unnið. Nýjar hugmyndir eru alltaf nauðsynlegar og ýmislegt svo sem gengið upp sem engin hafði trú á.

Á reyndar leið í frystihús Hvals í Hafnarfirði næstu daga. Hafa menn eitthvað velt fyrir sér að koma upp aðstöðu á slíkum stöðum? Veit annars lítið um frystigeymslur nema að það er frost þar inni allan ársins hring.

Kv. Árni Alf.