Re: Re: Hálkubroddar á fjöllum

Home Umræður Umræður Almennt Hálkubroddar á fjöllum Re: Re: Hálkubroddar á fjöllum

#58096
aronreyn
Meðlimur
Haraldur Guðmundsson wrote:
„FÍ er ekki ferðamennskufyritæki Sissi, ekki frekar en Ísalp“

Ég held að FÍ sé nánast á mörkunum að vera meira fyrirtæki en samtök áhugamanna.

kv.
HG

Það má efalaust segja það enda skálareksturinn orðinn að „fyrirtæki“ með fasta starfsmenn og mikil umsvif. Í stjórn félagsins eru engu að síður einstaklingar sem eru sjálfboðaliðar og eru kosnir af almennum félagsmönnum. Ég og þú getum því hæglega gengið í FÍ og boðið okkur fram í stjórn.

Hinsvegar er sú iðja að skipuleggja og selja dagsferðir líkt og FÍ gerir leyfisskyld hjá Ferðamálastofu en bæði FÍ og Útivist eru undanþegin eftir að hafa farið í dómsmál til þess að komast undan leyfisskyldunni. Af hverju veit ég ekki, ég hefði haldið að þessum aðilum ætti að vera kappsmál að hafa allt sitt á þurru.

Þegar svona slys verða ítrekað í ferðum hjá sama aðila hlítur einhver að skoða það alvarlega hvað liggur þar að baki og hvort það þurfi ekki að breyta einhverju.