Re: Re: Hálkubroddar á fjöllum

Home Umræður Umræður Almennt Hálkubroddar á fjöllum Re: Re: Hálkubroddar á fjöllum

#58080
1705655689
Meðlimur

Ég hef nú spáð töluvert í svona brodda einmitt fyrir rjúpnaskytterí eftir að ég húrraði niður gilbrekku fyrir nokkrum árum. Hlaupabroddar eins og yaktrack (bæði gormar og gaddar) endast ekki daginn þar sem gengið er á grjóti, möl og hjarni til skiptis og þá oftast í hliðarhalla. En ekki er heldur hægt að ganga á alvöru broddum í öllu þessu grjóti sem maður er að brölta í. Það er nefnilega þannig að flestar rjúpnaskyttur eru að þramma snjólínuna (ís og grjót til skiptis). Ég er því alltaf orðið með ísöxi á bakpokanum (stutta fjallaskíðaöxi) og ef ég þarf að fara einhverja brekku sem mér lýst ekki á axla ég byssuna og tek fram öxina. Einn félagi minn sem horfði á eftir mér niður í gilið er búinn að fá sér öxi eingöngu fyrir rjúpnaveiðar.