Re: Re: frábært færi, lítill snjór (Ýmir)

Home Umræður Umræður Skíði og bretti frábært færi, lítill snjór (Ýmir) Re: Re: frábært færi, lítill snjór (Ýmir)

#55876
1908803629
Participant

Já, Akureyri stóð klárlega fyrir sínu þessa helgina, dúndurgott púður og ekki amalegt að fá að taka fyrstu púðurlínur vetrarins, þó ég hafi neyðst til þess að sleppa Mannshryggnum í þessari ferð.

Þó virtist einhver einn vera þar allra fyrstur – einmitt niður mannshrygginn. Ég sá nú bara skíðaförin en það var allt útlit fyrir að sá hafi verið í brunstellingunni allan tímann, svo stórar voru beygjurnar auk þess sem hluti af brekkunni hafi einfaldlega verið floginn, þar sem löng og væn stökk virtust tekin á óvæntum stöðum…

Einhver hvíslaði því að mér að ofurmenni að nafni Kristinn Magnússon ætti eflaust heiðurinn af þessu – er það svo?