Re: Re: Fetlalausir fetlar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Fetlalausir fetlar Re: Re: Fetlalausir fetlar

#55897
0311783479
Meðlimur

Sæll Stefank minn

Ég gamla útgáfu af Grivel naflastrengjunum (e. umbilicals) sem eru svona „Y“ hönnun, hef bara einu sinni notað þá (það var innanhúss). Reynslan var svona allt í lagi en það er samt smá viðnám í þegar maður teygir upp fyrir sig og heggur. Niðurstaðan hjá mér var að þetta væri sniðugt í stórum fjallaleiðum þar sem maður væri með allt niður sig ef eitt tól týndist, annars ekki.

Á hugsanlegan löst naflastrengs kom ég auga á sl. vetur þegar brotnaði undan mér (ATH: sannast hið forn kveðna að ég er ekki léttur á mér) sem sporgöngumaður og féll, ein öxi var í greip mér en hin varð eftir í ísnum fyrir ofan vel innrekin, hvað hefði orðið um þá öxi ef naflastrengur hefði verið tengdur í hana er mér ráðgáta. Hugsanlega hefði naflastrengurinn gripið inn á svipuðum tíma og lína, en ef á undan hefði þá öxin hrökkið út úr ísnum og stefnt hraðbyr á höfuð mér?

kveðja
Halli