Re: Re: Búahamrar?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Epík í Þilinu Re: Re: Búahamrar?

#55802
Siggi Tommi
Participant

http://picasaweb.google.com/hraundrangi/Ili14Nov2010#
Nokkrar myndir af greppitrýninu.
Þessir skurðir hlutust í leiðslu á 2. spönn, sem var frekar kertuð og iffy. Brotnaði mikið frá öxum og ég fékk ss hnulla bæði í nefið og svo í augabrúnina með tilheyrandi blóðsúthellingum.

Annars kom svo sem ekkert fyrir mig þegar þessi regnhlífarskömm gaf sig. Var í góðu lensi með vinstri fót og öxi í kerti undir þakinu. Var búinn að glenna stjörnuna og stíga með hægri löpp yfir og var reyna að húkka hægri öxi handan við tjaldið sem renhlífin hékk út úr og í öðru höggi fauk þetta bara og ég stóð þarna með veröldina gapandi fyrir neðan mig en enn í minni stöðu á vinstri. Eftir stóð 1-2m lárétt þak sem enginn nema WI7 íshetjur hefðu átt séns í…
Það er því ekki alveg svo dramatískt að ég hafi dinglað þarna eins og baunasekkur þegar þetta brotnaði heldur niðurklifraði ég nokkra metra niður til að koma mér úr því að þurfa að taka pendúl dauðans á strekkta línu út í þakið. Var þar aðeins undir þakinu á slabbi og settist þar í línuna þegar ég var kominn með nothæft júmmunarkerfi, sem virkaði fínt fyrstu metrana en þegar ég var kominn alveg í þakið var þetta orðið rennanndi blautt og hætti alveg að grípa í.
Svo var þarna afar súrrealískt tímabil í nokkrar mínútur þegar ég dinglaði þarna eins og dordlingull að húkka öxunum upp í brúnina á tjaldinu að reyna að stíga í þær til skiptis. Var svo sem að virka – frekar erfitt að lemja öxum sem eru festar í fótfetla og maður dinglandi eins og fífl á hinni löppinni í hinni öxinni – en það gekk ekkert að hækka júmmkittið á línunni því teygjan í línunni gerði það að verkum að þetta hækkaði bara allt líka og gekk ekki að taka inn slakann sem ég var að reyna að búa til.
Ef ég hefði planað þetta axarmambó niðri á syllunni og sett upp kerfi fyrir það, þá hefði þetta kannski gengið (þó ekki víst).
Var því orðinn verulega þreyttur á að brasa við þetta í hálftíma í sturtunni og ekkert að ganga ákvað ég að það borgaði sig að láta strákan slaka mér aftur niður og þeir sigu niður til mín.
Ef líf hefði legið við hefði ég sennilega hvílt mig betur þarna undir skegginu og eflaust fundið eitthvað út úr þessu. Nú ef ekki, þá hefðu þeir gefist upp á biðinni og skorið á línuna – nei, það var í bíó – eða þeir sigið niður til mín og dorgað mig upp eða niður.

Vona að menn séu einhverju nær um aðstæður þarna, þó erfitt sé að lýsa þessu í orðum. Palli og Viðar þurfa bara að skaffa myndir af regnhlífinni og því dóti.