Re: Re: allir á Hnúkinn!

Home Umræður Umræður Almennt allir á Hnúkinn! Re: Re: allir á Hnúkinn!

#57740
Karl
Participant
Ívar F Finnbogason wrote:
Sæll Karl
Hugmyndafræðin á bakvið þetta var fyrst og fremst að vekja þá sem núna er verið að sjanghæa í ferðir á Hnúkinn og viðlíka fjöll aðeins til umhugsunar um að það er ekki alltaf einfalt mál að bera ábyrgð á öðrum á fjöllum, hvort sem ábyrgðin er lagaleg eða bara sú sem við berum almennt á samferðarmönnum okkar.
Menn þurfa hinsvegar ferðaskipuleggjenda-leyfi til að bjóða upp á afþreyingarferðir. Það er ekki atvinnurógur – það er bara þannig! Hefur samt ekki neitt með hæfni að gera.
Góðar stundir,
Softarinn

Sæll Ívar, ekki ætlaði ég að fara í e-h umræðu maður á mann og er satt að segja ligeglad yfir þessu öllu og tengist hvorki rekstraraðiliðum eða ferðafélögum.

Ég blandaði mér í umræðuna út af villandi texta þínum sem ég vitna til í fyrsta innslaginu.
Sýnist að þú sért ennþá að rugla saman leyfisskyldri starfsemi á borð við það að bjóða til sölu ferðir (ferðaskipuleggjandi) og því að starfa sem leiðsögumaður sem er ekki leyfisskyld starfsemi.
Hver sem er má taka að sér leiðsögn fyrir hvern sem er og skiptir ekki máli hvort kaupandi að þjónustu leiðsögumannsins er skráður ferðaskipuleggjandi, saumaklúbbur, Dúddi Begg (hann býr ekki á Njálsgötunni) eða hjólbarðaverkstæði. Það er hinsvegar leyfisskylt að bjóða ferðir á Hnjúkinn en engin leyfi þarf til að taka að sér slík störf eða bjóða sína þjónustu sem frílans gæd á hvaða fjall sem er.

Hugsanlega felst munurinn í því að frílans gæd má frá greitt með eingreiðslu eða tímagjaldi en ferðaskipuleggjendaleyfi þarf til að selja þjónustuna á hausagjaldi.

Það er svo annað mál hvort ástæða er til að breyta þessu fyrirkomulagi og hvaða kröfur eigi að gera til þeirra sem leiðsegja við hinar eða þessar aðstæður