Re: Re: allir á Hnúkinn!

Home Umræður Umræður Almennt allir á Hnúkinn! Re: Re: allir á Hnúkinn!

#57738
1811843029
Meðlimur

Nei heyrðu Karl, talandi um nöldur. Þó að beisk reynsla þín af gædum í öðrum löndum sé vissulega áhugaverð þá er það nú ekki það sem menn eru að ræða hér. Þetta hágæða nöldur myndi sóma sér mikið betur í sérstökum þræði eða jafnvel sem grein í næsta ársriti, yfirgangur í ölpunum gæti hún heitið.

Hvaða skoðun sem menn hafa á þeim sem hafa atvinnu af leiðsögn þá hljóta allir að vera sammála um að fólk sem gefur sig út fyrir að leiða óvana um fjöll og jökla verður að hafa til þess mikla reynslu og kunnáttu.

Mér finnst líkingin við smiðinn skrambi góð og Karl bendir einmitt á það sem ég var að meina, smiður þarf opinbera pappíra enda alvarlegt mál að smíða hús sem hrynja…en af hverju er eðlilegt að hver sem er geti leitt óvana gegn gjaldi á hæsta fjall landsins?