Re: Re: Aðstæður. Taka 2

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Aðstæður. Taka 2 Re: Re: Aðstæður. Taka 2

#55909

Smá rapport um aðstæður á SA-landi eftir tvo skottúra austur í Öræfi bæði í gær og í dag. Svo virðist sem hlákan hafi ekki snert mikið við
ísnum austan við Mýrdalssand og lítið vantar uppá að leiðirnar í kringum Klaustur séu klifranlegar. Ís alla leið frá Vík og austur í Öræfi þó hann sé þunnur en líklega eru leiðir í skugga í fínum aðstæðum. Sá ekki ís í Morsárdal í gær en fossarnir við gönguleiðina inn að Skaftafellsjökli voru þunnir (stutt að labba ef menn setja 4 tíma í bíl ekki fyrir sig!)

Það er ekki mikið af snjó á svæðinu þannig að lítið mál er að keyra inn veginn að Laka og skoða gljúfur þar sem ekki hafa verið skoðuð. Svo er einnig hægt að fara veginn inn að Miklafelli frá Þverá en á þeirri leið eru fossar sem aldrei hafa fengið heimsóknir.
Svo er flottur foss í austanverðum Lómagnúp sem hefur ekki verið skoðaður að vetri til en ég labbaði undir í sumar og það er ábyggilega flott leið að vetri til. Sá í það minnsta eitthvað af ís við þann foss í dag. Fullt af leiðum í Fljótshverfi sem bíða eftir að fitna aðeins og þá rýkur svæðið í aðstæður.

Spáin fyrir suðurlandið er góð. Ég ætla alla vega að reyna að fara austur á mánudag ef spáin gengur eftir.

Kv. Ági þjóðvegaflakkari

ps. Í guðs almáttugs bænum lítið í kringum ykkur. Það eru fleiri og betri leiðir sem fara snemma í aðstæður en þessi blessaði Spori.
Leiðin Hrynjandi hinum megin í Kjósinni er svo tífalt skemmtilegri en þessi spræna.
Flestir búlderprobbar í Klifurhúsinu hafa meiri karakter en Spori.