Re: Kaldakinn – aðstæður

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Meira mix – meira stuð. Re: Kaldakinn – aðstæður

#53708
Siggi Tommi
Participant

Gott mál. Það er allt að verða löðrandi í leiðum þarna uppfrá.
En… það er víðar hægt að príla en í Esjuhlíðum…

Datt í hug að minnast á að ábúendur að Björgum í Kaldakinn halda úti vefsíðunni http://www.bjorgum.is þar sem finna má myndir og sitthvað fleira um ísklifur á svæðinu auk gistimöguleika og fleira.

Þar vakti helst athygli mína sérdeilis prýðilegur fítus sem sýnir vikulega myndir af ísaðstæðum í Ógöngufjalli. Sé ekki betur en flestar leiðir séu að detta í aðstæður og því tilvalið að drífa sig norður við tækifæri.
Slóðin á aðstæðusíðuna er:
http://www.bjorgum.is/icebjorg—iceclimbing-area/the-ice/