Reply To: Ísklifuraðstæður 2017-18

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2017-18 Reply To: Ísklifuraðstæður 2017-18

#63946
Jonni
Keymaster

Ég fór í gær (29/11’17) í Paradísarheimt ásamt Matteo, Þorstein, Bjarti og Berg.
Leiðin var í þrusuaðstæðum, ekki rosalega mikið vatn að flæða, ekki mikið hrun og ísinn var mjúkur og góður alla leið og nánast alstaðar vel þykkur. Það var ekki fyrr en í toppinn, síðustu 8m, sem að okkur fannst ísinn vera þunnur og holrými á bakvið. Hliðrunin meðfram sillunni til að komast úr leiðinni er auðveld en varhugaverð með fall alla leið niður á hægri hönd. Enduðum á að krafsa upp stutt mix haft til að komast alveg upp úr, M 3/4 en bara 4m eða svo.
Geggjuð leið og ég mæli með að fólk stökkvi á hana á meðan hún er inni (ef hún er enn inni vegna hitans)! Það gæti orðið kalt aftur á laugardaginn…

  • This reply was modified 6 years, 3 months síðan by Jonni.