Reply To: Ísklifuraðstæður 2016-2017

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2016-2017 Reply To: Ísklifuraðstæður 2016-2017

#62294
Siggi Richter
Participant

Fjölmenntum í Brynjudal í fyrsta klifur ársins í dag, flestir fóru á skógræktarsvæðið, en við Maggi skelltum okkur fyrst upp Ýring áður en við fórum yfir til hinna.
Aðkomuhöftun voru öll frekar morkin, og þau virtust bjóða upp á frekar lítið af tryggingum. Ýringur sjálfur var kertaður og þunnur á köflum, og mikið vatsnrennsli fyrir miðju, en hentaði annars ágætlega til klifurs. Efst er nákvæmlega ekkert um snjó eða ís tryggingar, ég mæli með að vera með hunda og hnetusett í akkeri.

Í Flugugili var eini fossinn sem við sáum Kertasnýkir, en hann virtist vera heilbrigðasti fossinn á svæðinu, góður ís sem náði allur niður.

Lítið að frétta úr skógræktinni, léttustu leiðirnar (WI 2-3) voru í ágætis standi, en af brattari leiðunum var eina leiðin sem var í tiltölulega heilu lagi B2 í leiðavísinum.

Annars geri ég ráð fyrir að þetta geti allt breyst töluvert með hlýjindunum næstu daga.

  • This reply was modified 7 years, 2 months síðan by Siggi Richter.