Reply To: Ísklifuraðstæður 2016-2017

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2016-2017 Reply To: Ísklifuraðstæður 2016-2017

#62133
Siggi Tommi
Participant

Við Robbi tókum brillíant klifurdag í Múlafjalli í dag.
Sorglegt að við vorum einu þarna á ferð fyrir utan einhverjar rjúpnaskyttur og erlenda túrhesta.
Aðstæður fáránlega skemmtilegar og veðrið frábært.

Fórum fyrst Stíganda í stórskemmtilegum kertuðum og aðeins blautum aðstæðum. Var klárlega WI5 í dag en nóg af ís og maður þurfti ekki oft að hætta sér inn á bunusvæðin (sem voru samt víða í höftunum).
Rísandi var þynnri en eflaust klifranlegur samt. Leikfangaland með fullt af ís.
Fórum síðan Expresso (2nd ascent?), sem var á stórskemmtilegum aðstæðum. Mjög þunng og snúin niðri og með ginormous nævurþunna regnhlíf í toppinn, sem þurfti stórt hjarta til að leggja til atlögu við. Gátum klippt í alla bolta í byrjuninni og svo í lokahaftinu (tvær skrúfur að auki þar).
Létum ekki þar við sitja heldur fórum líka Pabbaleiðina sem er einnig í ævintýralegum aðstæðum. Bunaði aðeins á mann þegar maður hliðraði framhjá kertinu út úr hellinum (við 3.-4. bolta). Þar tók við eitthvað verulega funky smásveppaklifur upp undir ansi hressilega regnhlíð í lokahaftinu – mikið stuð… 1. bolti á kafinu en gat klippt í 2., 3. og 4. og svo einn fyrir miðja leið, annars bara skrúfur í stærstu sveppina.
Íste hefði verið klifranleg með boltunum tveimur í byrjun en hún var rennandi blaut.
Mömmuleiðin var ansi ísuð og sást lítið í boltana í henni. Mikið af ís í Örverpinu og hinum leiðunum í gilinu.

Í Brynjudal var slatt af ís í Snata en eiginlega ekkert hjá Nálarauganu. Pilsnerinn (ofan við Skógrækt) var langt kominn en ekki klár. Léttari fossarnir þarna flestir sennilega klifranlegir.
Ýringur þunnur er sennilega orðinn klifranlegur. Skegg undir stóra haftinu sem gæti verið snúið.
Óríon langt kominn. Sennilega klifranlegur eftir viku. Nokkrar línur í Flugugilinu klifranlegar sýndist okkur.

Eilífsdalur enn þunnur en styttist í Þilið (að sjá úr fjarska).

Allt að gerast!!