Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland?

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47527
  Ingimundur
  Participant

  Það eru ekki ráð nema í tíma séu tekin, og því er ég pæla í nýjum fjallaskíðum fyrir veturinn :)

  Hvernig skíði hafa þótt henta best hér heima?

  Ímynda mér að Big mountain powder muguls séu óþarflega breið stór og þung og ekki beint heppileg í harðfennið sem er ríkjandi sum ár – það er ekki svo mikið púður hér.

  Og hvaða sköpulag hentar þá best, aðeins carvað (ekki þóð 90 60 90), þráðbeint eða ???

  Stífleikalýsing?

  Og einhverjar sérstakar ábendingar með bindingar?

  Ausið nú endilega úr viskubrunni síðasta veturs

  Ingimundur

  #57835
  2109803509
  Meðlimur

  Ekki kaupa skíði undir 100m í mittið. Gott að hafa flot í flestum „færum“ nema harðfenni en þá fer maður hvort eð er frekar að gera e-ð annað. Því meira carve því betra að mínu mati. Get líka mælt með að hafa early rise og tapered tip.
  Ekki kaupa allra léttustu og mýkstu skíðin þau víbra bara. Dynafit bindingar eru léttar og töff, flestir „gædar“ mæla með þeim. En þeir sem vilja ekkert vesen fá sér frekar fritschi eða marker. Og þeir sem eru alvöru töffarar fá sér telemark :)

  #57836
  2806763069
  Meðlimur

  Djö.. er ég rugl ánægður með þessi:

  http://www.evo.com/skis/atomic-access.aspx

  Reyndar ekki til lengur að því er virðist en 100mm eru algerlega málið og með Rocker þá fer maður í gegnum allt – svona pínulítið eins og að svindla bara á öllu!

  Og Berglind – telemarkið er bóla sem er sprungin – ekki vera að hræra svona í hausnum á fólki ;)

  Kv.
  Softarinn – alltaf harður!

  #57837
  1012803659
  Participant

  Ég endurnýjaði pakkann síðasta vetur, og þetta getur verið algjör frumskógur.

  Ég endaði á Black diamond skíðum (drift)
  http://www.blackdiamondequipment.com/en-us/shop/ski/skis/drift-ski

  Bindingar, Fritschi Diamir
  http://fjallakofinn.is/?webID=1&p=113&sp=115&item=832

  Ég er mjög ánægður með þessi kaup.

  Sammála um 100mm í mittið sé heppileg breidd fyrir utanbrautarskíðun.

  Því miður eru verðin hér heima langt frá því að vera samkeppnishæf við verðin sem við fengum úti.

  Ég á annað sett af skíðum (Völkl snow-wolf) sem eru lítil, mjó og létt ef ég sé fram á eitthvað ógeðisfæri.

  #57838

  Ég er nú ekki mikill skíðaspegúlant en ætla samt að leggja orð í belg.

  Er með Black Diamond Drift skíði eins og Guðjón. Mjög fín í púðrið og virka vel í braut sem og blandað færi. Eru samt í það mýksta ef þú ætlar ekki bara að skíða púður.

  Á þeim hef ég Dynafit bindingar og er mjög ánægður með þær.
  Kostir
  -Léttar
  -Þægilegt að stíga í bindingarnar þegar að maður kemst upp á lagið með það. Mér finnst ég þurfa að stíga léttar í bindingarar til að þær smelli fastar en á Fritschi. Mikill kostur ef maður er að stíga í bindingarnar í bratta.

  Ókostir
  -Ís getur safnast undir spennnuna á framstykkinu sem þarf að hreinsa út
  -Götin á skónum fyrir bindingarnar eyðast með tímanum.

  kv. Ági

  #57839
  Ingimundur
  Participant

  Vetrarbúnaðarpælingar fá mesta athyglina á spjallborðinu þessar stundirnar. Það segir sitt, takk fyrir ábendingarnar.

  Já, verðin á klakanum eru ekki beint innan míns ramma svo maður sletti nú.

  Ég þykist vera raunsær, ekki er púður á fjöllum alla daga og því kýs ég skíði sem hægt er að keyra í harðfenni líka, takk fyrir ábendinguna um þann þátt Ágúst. En þó ég eigi Double X banditta (veit, örmjó kvikyndi) þá er ég samt ekki á hreinu með að skíða í ís á skíðum með mitti (90 60 90), er það ekkert erfiðara?

  Guðjón þú mátt alveg upplýsa hvar, hvenær og hvernig þú verslaðir þér þína gripi erlendis :)

  Annað, hvað er hámarksbreidd sem gáfulegt er að hugleiða, breitt er þungt og erfitt að keyra nema suddapúður sé eða hvað?

  Fyrir ykkur sem eru tvítóla, bæði fjalla- og telemarkskíðandi, er ekki hægt að skipta einfaldlega út plötum með bindingunum á, flestir eru með upphækkanir eða hvað?

  Ingimundur

  #57840
  Páll Sveinsson
  Participant

  Þú færð aldrei skíði sem virka í allt.
  Þú getur fengið þér skíði sem virka þokkalega sem oftast en það er ekkert gaman.

  Flestir vilja skíði sem virka frábærlega þegar þú hittir á góða færið á fullkomna deginnum og þú átt heimin. Þetta eru brekkurnar sem þú mannst.

  Hina dagana ert þú hvort sem er bara að æfa þig eða situr bara heima.

  kv. P

  #57841
  Ingimundur
  Participant

  Palli, svar þitt hjálpaði mér bara ekki neitt, ekki vitundarvott, enda þarf ég nú ekki bara að finna skíðin heldur einnig ákveða hvaða færi á að vera draumafærið…

  Hvað færi er það annars sem þú bíður eftir alla daga og hvaða skíði með hvaða karakter brúkar þú Palli Sveins??? :)

  #57842
  Páll Sveinsson
  Participant

  Sorry Ingimundur.
  Þú færð jafn mörg svör og mennirnir eru margir.
  T.d. eru engar líkur á að skíðin mín mundu passa þér.
  Það getur enginn sagt þér hvaða skíði á að kaupa fyrr en þú hefur skoðanir á hvað þú villt skíða. Að „skíða á íslandi“ er ekki mjög nákvæmt.

  Prófaðu að Googla:
  how to buy skis
  how to buy ski boots
  how to buy ski bindings
  how to ski

  Þetta lið kann mikklu betur að útskýra hvað er hvað í skiðaheiminum en ég.

  kv. P

  #57843
  0703784699
  Meðlimur

  hérhérhérÉg fjárfesti í http://www.quiverkiller.com/ og setti það undir skíðin og núna get ég skipt um skíði eftir færi en þarf bara að eiga einar bindingar, þeas færi þær á milli. Alger snilld og lausn sem´eg er búinn að bíða eftir lengi.

  Ég lét þyngdina ekki skipta mig öllu enda hættur að klæðast spandex á fjöllum og slefa upp allar brekkur í kappi við tímann og fjárfesti því í Marker Duke bindingum (sparaði mér einhver 100g á því að kaupa ekki Duke sem ég þurfti ekki á að halda, þeas hærra DIN), þeas skíðabindingum með góða göngumöguleika.

  Það er sennilega það sem þú ert að leita að, þeas Marker Baron/Duke binding, sérstaklega ef þú veist ekki hvað þú ert að leita að. En einsog PS sagði að þá er það lykillinn í því að kaupa sér búnað að vita hvað maður vill, hvað maður ætlar að eyða miklu og svo kíla á það. Þegar maður hefur njörvað niður valið þá er fínt að fá ráð hjá félaganum.

  Annars eru að koma á markað núna í vetur bestu fjallaskíðabindingar sem sögur fara af. Því miður þá þurfti maður að vera PRO til að fá svoleiðis eintak í fyrra. Þær eru frá bæði Salomon og Atomic og heita annars vegar Salomon Guardian eða Atomic ??? (sömu bindingar bara frá mismunandi vörumerki, hvað viltu)
  http://www.lockwoods.com/skis-ski-equipment/ski-touring-packages-touring-gear-touring-bindings-skins/salomon-guardian-16/prod_4832.html

  Hef heyrt að þær séu það allra besta sem völ er á og það af hörðum skíðamönnum (hér og hér). Hvort það henti þér veit ég ekki en ég held að þetta verði bestu „overall“ bindingarnar og einu sem slái út Marker í fjalla-skíðabindingum.

  Svo eru það Fritschi sem eru barn síns tíma að mér finnst, ekkert breyst í 15 ár og svo fyrir spandex kallana að kaupa sér Diamir (ég treysti þeim bara ekki, þó eru margir sem nota þetta í vinnunni, þeas við mikla notkun). Mér finnst þær bara svo veiklulegar þessar bindingar og svo þarftu líka að vera með nýlega skó, eða skó með sérstökum tágötum fyrir þær (sem reyndar flestir nýjir skór eru með).

  Skíði? Þarft helst að eiga 3 pör amk fyrir mismunandi aðstæður, annars þarftu að gera málamiðlun og þar þarftu að gera upp við þig hvað það er sem þú vilt, hvað það er sem þú gerir, hvort þú vilt gott rennsli í púðri en ströggla í troðnum brautum eða öfugt osfrv (fórnarkostnaður einhver?)

  Sýnist til dæmis K2 Factory Team (All Terrain Rocker) geta verið ágætis pakki með Salomon bindingunum?

  Annars skiptir útlitið alltaf mestu máli og myndi ég því velja skíði útfrá glæsileika, fáránlegt að vera á réttu græjunum en líta illa út,

  Hi

  #57845
  Ingimundur
  Participant

  Þá er það þrautreynt, Palli gefur ekki upp persónupplýsingar hér LOL. Þakka samt svör.

  Hilmar, skemmtilegar ábendingar og ég er þegar byrjaður að skoða þessi K2 skíði.

  Eitt hefur enginn kommenterað á, og það er hvað telja megi óþarflega breið skíði fyrir íslenskar aðstæður. Er á Íslandi ávinningur af skíðum yfir 120 mm breið framn vegna þyngdarinnar sem við bætist

  Lýst sem dæmi af lýsingu ágætlega á
  K2 ObSETHed, 117mm underfoot, 23 meters in 179cm length. K2 rating 80% powder, 20% park. Baseline: Powder Rocker tip and All Terrain Rocker tail.

  Næstu týpu fyrir ofan er lýst svona:
  Hellbent, 132mm underfoot, 22 meter sidecut in 179cm length.
  K2 rating 90% powder, 10% park. Baseline: Powder Rocker.

  Þarna munar 5,5 cm á miðju, og breiðari skíðin um 14,5 sm breið að framan.

  kv. Ingimundur

  #57846
  1001813049
  Meðlimur

  Sæll,

  Er að spá í að hætta mér í þessa djúpu laug og segja hvað mér finnst.
  Ég er sammála Himma og Palla um að það er gott að eiga fleiri en eitt par ég á sjálfur fleiri en eitt. En ég vill samt meina að þú ættir að geta fundið góð skíði sem geta flest en það verður svosem alltaf ákveðin málamiðlun.
  Ég á bæði Hellbent 189 2011 (púður) og Obsethed 189 2009 (púður og harðfenni og allt þar á milli) bæði frábær skíði bæði með Marker Duke. Þetta eru bæði þung og öflug skíði en þannig vil ég hafa þau þó það sé ókostur á leiðinni upp þá fer ég bara upp til að fara niður en ekki öfugt.
  Ég er mikill K2 sukker og þó ég viti ekkert um hvernig skíðamaður þú ert eða hvar þú villt skíða þá gæti ég trúað að K2 Kung Fujas gætu verið góð í allt. Vonandi verðuru einhvers vísari annars held ég að við ættum að hætta að eyða tíma okkar á þessu spjalli.
  Óþarflega breið skíði eru ekki til en hins vegar ættu allir að komast af á 110mm mitti ef það er ekki nóg þá er eitthvað annað að. Ávinninur af 120mm er að þú rúlar á púðurdegi sem er besti dagur ársins og færð fullt af athygli í röðinni í Fjarkann
  Kv KM

  #57847
  Ingimundur
  Participant

  Þakka þetta Kristinn.

  Dró fram gömlu Fisher skíðin mín sjálflýsandi appelsínugulu í fyrra ásamt Peter Habeler merktum Tyrolía bindingum og Dynafit 1. generation skóm, þetta hékk allt saman þrátt fyrir aldurinn og var ég satt að segja hissa hversu gott var að keyra á þessu.

  Sökum slíkrar nægjusemi þá hef ég ekki af því áhyggjur að ný skíði verði mér ekki til ánægju og fer nú út í þetta óhræddur :)

  Hilmar benti á http://www.quiverkiller.com/ , ég held að þetta sé góð lausn, geri manni kleift að henda telemarkbindingum á skíðin 1-2 á ári til að taka þátt í Telemarkfestivalinu…

  Ingimundur

  #57848
  Páll Sveinsson
  Participant

  Ég er á Rossignol S3 168 128/98/118 Twin Dip, Marker Baron og Scarpa Mobe.
  Þetta valdi ég eftir að hafa metið hvað mig langaði að skíða.
  Í mínum huga er niðurleiðin það sem skiptir máli og er alveg til í að söffera á uppleiðini.
  Ég keypti skíðinn og bindingarnar í Útilíf á vorútsölu og skóna hjá Dóra á hefðbundnum 20% afslátti.
  Í staðinn er ég búinn að fá topp þjónustu hjá Gauta í Útilífi og Fjallakofinn sér um sína. Það hefur ekki veit af eiga þetta lið að.
  Það var alveg sama hvað ég googlaði mikið það var engið leið að fá þennan búnað ódýrari nema á útsölu erlendis og finna leið að koma þessu dóti heim undir hendini og fá vaskinn endurgreiddan.
  Þetta dót kostar bara sitt.

  Í mínum skíða hóp er ég á tunnustöfum. Flest allir eru á lengri og breiðari skíðum.
  Það hefur komið oftar fyrir að mig langar í meira flot heldur en meira grip.

  kv. P

  #57849
  Otto Ingi
  Participant

  Svona til að bæta minni stuttu reynslusögu við, keypti mér mín fyrstu fjallaskíði síðasta vetur.

  Ég á Dynafit Manaslu skíði 178 cm 122x95x104 með dynafit bindingum.

  Þetta valdi til að hafa sem minnsta þyngd, en svona núna eftir að hafa rennt mér á skíðunum í hálfan vetur myndi ég fara í aðeins stífari skíði. Ég myndi ekki vilja mikið meiri breidd í skíði sem ég nota svona alhliða.
  Er hinsvegar mjög sáttur með dynafit bindingarnar, þær þola miklu meira heldur en ég þorði að vona.
  Einhver sagði mér að ég þyrfti að kaupa mér fjögra smellu skó og ég fylgdi því bara í blindni, hef engan samanburð en ég er allavega sáttur með fjögra smellu skónna mína.

  #57850
  Björk
  Participant

  Ég keypti mér þessi af því að þau voru svo falleg og með bleikum botni. Er það ekki annars það sem skiptir helstu máli?

  381_Volkl_Aura_1.png

  #57851
  Sissi
  Moderator

  Þú ert á villigötum. Fáðu þér snjóbretti. Lifðu.

  #57852
  Ingimundur
  Participant

  Lúkkið skiptir miklu máli, það er orðið ljóst af umræðunni! Kannski ég sleppi að endurnýja skíðin svo ekki verði (tísku)slys á fjöllum..

  Þetta var allt svo einfalt í fortíðinni þegar fjalladót var ýmist rautt, blátt eða svart (breski stíllinn). Svo kom bleiki og skærliti fatnaðurinn a la Chamonix og þá versnaði í því. Og nú er allt í munstrum svo ekki hefur það batnað!

  En ég er miklu nær um hvað skal skoða (nei, held ég sleppi að læra vel á bretti í bráð Snorri) og verð vonandi kominn á eðalteppi þegar skíðafært verður. Þakka kærlega hispurslausar ábendingar og persónuupplýsingar!

  Ingimundur

  #57853
  0704685149
  Meðlimur

  Að kaupa skíði er eitt það skemmtilegasta verkefni sem maður tekur sér fyrir hendur.

  Ef þú getur beðið með það, þá mundi ég mæla með því að þú vera duglegur í fjöllunum fram yfir áramót og jafnvel fram á vor og fengir að prófa skíði hjá öðrum sem þú þekki. Kaupa síðan á útsölum í janúar eða næsta vor þau skíði sem þér líkaði best við í þeim aðstæður sem þú ætlar þér að nota skíðin mest í.

  Annað þáttur sem hefur ekki komið fram, að þú kemst af með mjórra mitti ef þú færð þér lengri skíði en almennt er mælt með í út frá hæð og þyng.
  þannig færð einnig aukið flot í lausamjöllinni og slössinu og getur líka skíðað í hjarninu.
  Auk þess að venjulega eru skinnin ódýrari á mjórri skíði en feit, en lengdin sú saman 2 metrar.

  En hvað sem þú velur, vertu ánægður með skíðin og skíðaðu, því þau venjast og eftir smá stund finnst manni öll önnur skíði vond sem maður prófar…

  kveðja
  Bassi

  #57854
  1902784689
  Meðlimur

  Eg held ad þu sert buinn ad opna mikla ormagryfju sem mun ekki einfalda leit þina ad þeim réttu:)

  En eg legg til ad þu fair ad profa skidi ef þu att kost a hja felögum og jafnvel verslunum. Fjallakofinn er td med nokkur lansskidi en vid erum samt ekki svo flottir ad þad se alltaf þad nyjasta nytt en mjög nalægt þvi samt!

  Ekki sens ad þu fair ein skidi i allt en þad er vel hægt ad finna set eitt par sem er bara asskoti finnt i flest og þu att ekki ad þurfa ad verda fyrir vonbrigdum ef þu vandar valið! Ekki elta truarbrögð annara, ef þad væri ein tegund sem er best þa færi þad ekki framhja þer. Öll merkin segjast vera best og mörg þeirra eru þad, makes sense? :)

  Skidi sem eru ca 100-110 i mittid er eitthvad sem fint er ad mida vid. Minna mitti er adeins meiri braut og minna pow og stærra mitti er meira pow og minni braut!
  Framendinn skiptir sma mali. Semi rocker er td eitthvad sem þu mögulega ættir ad skoda þvi þad einfaldar skidun i djupum snjo og þu verdur hamingjusamari fyrir vikid a djupum dögum!
  Tailið er gott ad hafa „venjulegt“ uppa ad hafa lengri contact flöt vid brekkuna ef þu ert i braut og vilt skemmta þer þar!
  Skidin verda ad vera þokkalega stif svo þau vibri ekki utum allt þegar þu ert ad negla i hörðu færi, um leið og þau fara ad vibra fer madur ad missa control.

  Bindingar eru minni truarbrögð. Þessar fjallaskida bindingar sem lita ut eins og svigskidabindingar eru mjög godar. Sjalfur nota eg marker baron eda duke. Þetta er skidabindingar med touring möguleika. Klett þungar en sterkar.
  Fritchi gera mjög godar bindingar og eru med töluvert urval, td meira touring yfir i meira free ride, linan er mjög breid.
  Kosturinn vid marker og fritchi er ad þær eru med DIN setting a ta og hæl.
  Mega lettar bindingar eins og fra Dinafit eda G3 eru klarlega malid ef þu ætlar ad toura mikid, en ekki jafn godur kostur ef þu ætlar þer ad skida mun meira heldur en þu tourar. Ekkert DIN setting a þeim sem er sma okostur. Engu ad sidur virkilega godar og traustar bindingar!
  Quiverkiller sr mjög snidug hugmynd en a sama tima daldid dyrt mv ad vera bara skrufa. Þu þarft sett i öll skidin þin og þad er hundleidinlegt ad skipta a milli. Engu ad sidur sniðugt stöff.

  Ef eg a ad benda a ein skidi þa eru þad Black Diamond Verdict http://www.blackdiamondequipment.com/en-eur/shop/ski/skis/verdict-ski

  Vonandi ad eg hafi hjalpad eitthvad sma.

  Jon Heiðar

  #57855
  Ingimundur
  Participant

  Takk aftur.

  Búnað velur maður m.a. eftir þeim aðstæðum sem maður vill skíða í.

  Þá hefur maður hliðsjón af því færi sem líkegt er að verði og þar flækist nú málið en held ég gefi ykkur frí frá slíkum spádómum og leiti frekar til spámanna, veðurklúbsins á Dalvík nú eða örlaganorna.

  Læt ykkur vita um niðurstöður síðar :)

  #57926
  Bobby Lee
  Participant

  Ég á K2 Backup ( 174cm 124-82-105 ) ásamt dynafit bindingar og Scarpa Maestrale sko.

  Er mjög ánægður með þau , eru svaka fin vor skiði í “ cornið“

  er nu samt að fara að spa að skella mer á Dynafit Stoke i 182 cm eru 105cm í mitti,
  langar bara að prufa breiðaskiði og hef alltaf langað að profa Dynafit.

  sjúm til :)

22 umræða - 1 til 22 (af 22)
 • You must be logged in to reply to this topic.