Varðandi bindingar á stálkanta gönguskíði

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Varðandi bindingar á stálkanta gönguskíði

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47325

  Jæja skíðafólk… nú þarf ég á ykkar hjálp að halda. Ég fékk gefins einu sinni gömul stálkanta gönguskíði án bindinga. Mig langar að fá bindingar á þau, helst sem ég get notað með alstífum klifurskóm. Til vara, bindingar fyrir þessa klassísku 75 mm gönguskíðaskó, eitthvað í áttina að þessu: http://www.sierratradingpost.com/i/66492,,2_Alico-Backcountry-Touring-Nordic-Ski-Boots-75-mm-For-Men.html
  En ég vil auðvitað helst geta notað sömu skó og ég klifra í.

  Er að hugsa um að nota þetta til að ferðast á, er ekki að setja niðurrennsliseiginleika í fyrirrúm. Þess vegna væri ég til í einhverjar mjög einfaldar bindingar, léttar og auðstillanlegar en mikill kostur ef hægt er að hækka þær upp að aftan með kubb eða einhverju öðru systemi. Já og skinn… vantar svoleiðis líka. Ef einhver á þau og vill losna við þá vil ég skoða það.

  Ef einhver getur bent mér á svona system þá er það vel þegið. Til í að kaupa svona lagað notað eða nýtt ef það er til. Veit mjög lítið um þessi skíðamál og því leita ég til ykkar.

  Svo vantar mig gönguskíðaskó (þriggja punkta, 75 mm) í stærð 39 sirka, fyrir konuna. Það er til að nota á venjulega kantalaus gönguskíði og þeir geta bara verið svona linir og einfaldir.

  Allar ábendingar varðandi þessi atriði eru vel þegin.

  Takk,

  Kv. BH

  #53678
  1506774169
  Meðlimur

  Rottefella eru náttúrulega klassískar og einfaldar bindingar. RotteFella Supertelemark eru fyrir þriggja punkta 75mm tá og eru líklega það léttasta sem þú getur fengið. Síðan eru líka Riva 3 bindingarnar mjög léttar og sterkar en þær eru með smellusystemi aftan á skóinn (svona gormur). Þú getur samt ekki smellt klifurskónum í neina af þessum bindingum. Vinur minn keypti sér skiði um daginn og keypti á þau fritschi bindingar og hann gat smellt La Sportiva Nepal extreme skónum í þær en þær flokkast ekki beint undir gönguskíðabindingar heldur undir fjallaskíðabindingar og eru þyngri og DÝRARI :) . Ef þú vilt hafa þetta og ódyrt og létt mæli ég með rottefella bindingunum.

  #53679
  Karl
  Participant

  Það að setja fjallaskíðabindingar á gönguskíði er almennt ekki stundað utan Bretlandseyja.
  Þetta flokkast undir ofurBreskan öfuguggahátt sem gengur þvert á siðgæðishugmyndir upplýstra skíðamann sem nota gönguskíðabindinga á göngu og svigskíði og fjallaskíðabindinga engöngu á svigskíði.
  Fyrrum stjórnarmaður í ÍSALP og þaulreyndur gönguskíðakappi, ásamt því að vera ofurlaghentur (en nokkuð lofthræddur) ísklifrari, á hinsvegar nákvæmlega þennan búnað sem þú ert að leyta eftir.

  Þessi maður heitir Jóhann kjartansson og í hann næst í síma 860 2573.
  Jóhann er óvenju vandaður maður til orðs og æðis en það skal tekið fram að á yngri árum átti hann til að drekka ótæpilega og einhverntíma kom þessi vafasami skíðabúnaður upp úr tösku hans að aflokinni Skotlandsför. Ekki er vitað til þessað hann hafi slitið þessu svo nokkru nemi…
  Hringdu í kappann og berðu honum kveðju mína.

  Karl Ingólfsson

  #53680

  Haha, já ætli ég geti ekki bara gengist við viðurnefninu skíðaöfuguggi og það með stolti, það er nú hægt að kalla menn verri nöfnum eð það :)

  En já, ég hringdi í Jóhann. Hann ætlar að skoða þetta mál, reyna að finna bindingarnar sem gæti verið djúpt á eftir tvenna flutninga síðan þær voru brúkaðar síðast.

  En takk kærlega fyrir ábendinguna. Ef þetta gengur upp þá er málinu reddað og ég kátur.

  #53681
  2008633059
  Meðlimur

  Sá þetta einhvern tímann en hef ekki prófað sjálfur:

  http://www.telemark-pyrenees.com/shop/product_info.php?manufacturers_id=161&products_id=1938

  kv,
  JLB

5 umræða - 1 til 5 (af 5)
 • You must be logged in to reply to this topic.