Vaðafjöll og Gerðuberg

Home Umræður Umræður Klettaklifur Vaðafjöll og Gerðuberg

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45034
  Siggi Tommi
  Participant

  Við Robbi fórum í það sem væntanlega verður ein af okkar síðustu klifurferðum í sumar.
  Ætluðum á Hnappavelli en sökum slælegrar veðurspár var ákveðið að kíkja á eitthvað nýtt og spennandi og leit Vesturlandið einna best út.

  Kíktum því á föstudagskvöldið vestur (reyndar gróflega beint norður ef marka má áttavitann) í Þorskafjörð og tjölduðum í 20° brekku undir Vaðalfjöllum. Steppó og Óli höfðu látið vel af þessu grjóti eftir vesturferð sína í fyrra og urðum við ekki heldur fyrir vonbrigðum með staðinn. Ógurleg stuðlaþil með reyndar misgáfulegum leiðum en nóg var af þeim. Við völdum okkur línur alveg af handahófi og í lok dags höfðum við afrekað þrjár leiðir: eina 25-30m blandaða handaleið (eitthvað af þunnu jafnvægisdóti líka) – 5.7/8, eina 25m fallega handaleið (reyndar sull byrjun en efri helmingurinn var snilld) – 5.8 og eina 40-45m frekar mosavaxna en skemmtilega handaleið (tvær samhliða sprungur) – 5.6/7.
  Hefðum farið fleiri leiðir enda tíminn nægur en kl. 4 um daginn var komið hávaðarok uppfrá og byrjað að rigna á okkur. Fórum því bara í smá boulder í hinu ótrúlega 25-30° slútti á norðurveggnum og höfðum gaman af því.
  Magnaður staður og helvíti skemmtilegar leiðir og við prófuðum ekki nema 1% af því sem var í boði þarna. Mæli hiklaust með þessu fyrir alla sem hafa gaman af sprungum og ævintýrum.

  Fórum svo í Gerðuberg og vorum komnir þangað upp úr kvöldmat. Fórum þrjár klassískar leiðir fyrir hamborgaragrillið og bjórinn. Á sunnudeginum tókum við svo nokkrar klassískar og tvær nýjar leiðir, sem verður bætt við tópóið á Mínum síðum innan tíðar. Gerðuberg er ekkert nema snilld og eru leiðirnar þar hver annarri skemmtilegri en óneitanlega frekar hardcore því þær eru skrambi brattar allar!! Guðmundur Helgi og Dúllarinn mættu svo um hádegið og tveir þýskarar líka. Metfjöldi í Berginu þann daginn kannski?

  Með von um að einhverjir nái að sulta aðeins í sprungur fyrir veturinn…

  Með sprunguklefurkveðju!

  #48933
  Siggi Tommi
  Participant

  Smá prentvilla í fyrirsögninni en eins og fram kom í textanum heitir staðurinn „Vaðalfjöll“ með stóru L-i… :)

2 umræða - 1 til 2 (af 2)
 • You must be logged in to reply to this topic.