Tvíburagil – heitur reitur

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Tvíburagil – heitur reitur

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47245
  AB
  Participant

  Það var margt um manninn í gilinu í dag. Stutt samantekt á því helsta:

  Robbi kláraði mega-leiðina sína. Svakalegar hreyfingar og án vafa erfiðasta leiðin á svæðinu, enn sem komið er. Hann fór þetta í fyrstu tilraun þennan daginn og setti tvistana í sjálfur — sumir eru óþolandi!:) Glæsilegt afrek. Hann greinir frá nafni leiðarinnar og frekari upplýsingum.

  Ívar og Viðar mættu fyrstir og boltuðu Síamstvíburan. Leiðin er í flottum aðstæðum núna. Ívar leiddi svo leiðina og Guðjón Snær gerði sér lítið fyrir og flassaði hana.

  Undirritaður boltaði nýja leið sem liggur nokkrum metrum hægra megin við H.F.F. / Hagsmunagæsluna og byrjar undir þakinu. Ég leiddi leiðina og datt rétt neðan við brún. Robbi reyndi næst en datt þegar ,,turf“ (fyrir þig Halli) gaf sig og grjót með. Hann kláraði svo þaðan upp á brún. Þessi verður kláruð næst, vonandi í vikunni.

  Fjalla-teymið var á svæðinu, klifraði og tók myndir.

  Gunni og Heiða litu við og klifruðu H.F.F.

  Ég sá auðvitað ekki allt sem gerðist og ef ég er að gleyma einhverju þá má endilega bæta við.

  Kveðja,

  AB

  #53749
  2806763069
  Meðlimur

  Einhver niðurstaða með gráðuröðina á „léttu leiðirnar“ okkar?

  Svo hlakka ég til að sjá myndirnar frá Bjögga :)

  kv.
  Softarinn

  #53750
  AB
  Participant

  Mínar pælingar:

  Helvítis fokking fokk – M4.

  Hagmunagæslan – M5 (M6 ef kertið vantar).

  Ólympíska félagið – M7.

  Nýja leiðin hans Robba er M8 að algjöru lágmarki, mjög líklega erfiðari, Robbi minntist á að honum hafi liðið eins og í 5.12 klifri. Ég giska á M9, byggt á engu nema tilfinningu og trú á Robba.

  Nýja leiðin mín, ófarna, kannski M7+/M8. Tilfinningin segir líklega gráðunni erfiðari en Ól félagið. Figure-of-four nauðsynlegt og erfitt krúx í endann.

  Síamstvíburinn – Þú veist það sennilega best sjálfur. Guðjóni og Robba fannst hún og Ól félagið svipaðar, held ég. Væntanlega M7.

  Það sem er best er að nú eru leiðir í gilinu við flestra hæfi og nóg að taka með línu, tvista og fáeinar ísskrúfur til að eiga góðan dag rétt utan við borgina. Gaman gaman.

  AB

  #53751
  Robbi
  Participant

  Leiðin fékk það ágæta nafn, Himinn og haf…og á það alveg ágætlega við karakter leiðarinnar. Ég gerðist svo hógvær að setja á hana gráðuna M8 (en þetta er ekki alveg staðfest, vantar viðmið).
  Guðjón mátaði sig eitthvað í henni…það er kraftur í kallinum. Það kom ekki niðurstaða í stóra gráðunarmálið en það var eitthvað nefnt að jafnvel lækkar gáðuna á HFF í M4.
  Þetta er flókið mál. Það þarf bara að funda um þetta.

  robbi

  #53752
  Robbi
  Participant

  Alltaf gaman að skrifa á sama tíma og einghver annar. Mér fannst Síaminn ögn erfiðari en ól. Traversan gerir þetta spennó og svo eru helvíti langar teygjur í henni. Það mætti kanski skella + á leiðina en annars veit ég það ekki.
  Ég legg til að við plötum þessa hot sjott klifrara sem eru að koma til landsins til að klifra þær. Þeir fá ekki að vita hvað við höldum að þær séu erfiðar og svo skella þeir gráðu á þetta sem við getum haft til hliðsjónar.

  robbi

  #53753
  3103833689
  Meðlimur

  Hey takk fyrir daginn ;)

  Ferlega gaman að prófa svona mix trix, algjör eðall að hafa svona vel boltaða byrjendaleið í gilinu.

  Já tek undir tilhlökkunina eftir myndunum hans Bjögga, enda voru ofurjaxlarnir fáránlega flottum fyrirsætuham í dag.

  Sjáumst á festivalinu
  -Hædí

  #53754
  Freyr Ingi
  Participant

  Djöfuls gredda!!

  Massa snilld að fólk sé að marsera þarna uppeftir.

  Hlakka til að prófa nýtt!

  Annars fín pæling að fá útlendingana til klifra þarna til að staðfesta
  gráður sem síðan verður unnið út frá.

  Kv,
  Freysi

  #53755
  AB
  Participant

  Robbs, H.F.F. er M4. Upphaflega skráð sem M5 í desember, en þá var enginn ís í leiðinni utan smá skænis efst.

  Gott og vel:

  H.F.F. – M4.

  Hagsmunagæslan – M5.

  Ólympíska félagið – M7.

  Síamstvíburinn – M7+.

  Himinn og haf – M8.

  Ég held reyndar að við lendum í vandræðum ef Himinn og haf fær M8. Of mikil samþjöppun á gráðum. Ófarna leiðin mín er töluvert erfiðari en Ól félagið (M7). Ég hef ekki klifrað Síamstvíburann (M7+) en mér finnst sennilegt að ófarna leiðin sé erfiðari (sammála, Robbi?). Ófarna leiðin er samt léttari en Himinn og haf (M8).

  Hmm…

  Kveðja,

  AB

  #53756
  Gummi St
  Participant

  Flottur dagur, við vorum þrír saman, ég, Addi og Davíð og byrjuðum á að klifra 55° og komum svo yfir í tvíburagil þar sem við hittum svo liðið.

  Reyndum aðeins við síamstvíburann, en án árangurs.. Vonumst til að komast aftur í þetta áður en langt um líður, tókum svo eitthvað af myndum…

  Það voru einhverjir þarna á laugardaginn líka, og gleymdu bláu prússíkbandi niður á bílastæðinu þarna við sumarhúsin… ef einhver saknar þeirra getur hann nálgast það hjá mér.

  kv. Gummi St.

9 umræða - 1 til 9 (af 9)
 • You must be logged in to reply to this topic.