Tvibbagilið

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Tvibbagilið

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45877
  gulli
  Participant

  Hæhæ … dáðadrengirnir Skabbi, Bjöggi og Robbi skelltu sér í gilið um daginn. Sem er eiginlega hætt að vera fréttnæmt, þetta virðist vera aðalmálið í dag. En það sem er kannski merkilegra er að Bjöggi hefur sett myndir frá sér af þessu á netið, í fyrsta skipti. Vel gert. Myndirnar eru drulluflottar að mínu mati, menn ættu ekki að láta þetta fram hjá sér fara:

  http://retro.smugmug.com/gallery/7269337_UZen6#467293010_EL4TD

  Kv,
  Gulli

  #53718
  AB
  Participant

  Þetta eru mjög glæsilegar myndir. Meira, meira!

  AB

  #53719
  2806763069
  Meðlimur

  Ég vill nota tækifærið og óska íslensku klifursamfélagi til hamingju með nýja jakkann hans robba. Líklega er þessi jakki ein mesta bylting í íslenskir fjallamennsku síðan að fyrstu múrboltarnir komu til landsins.

  Svo ætla ég einnig að lýsa því yfir að ég ætla að endurfæðast sem fiskur í næsta lífi því veröldin er svo helvíti flott í gegnum fiskaugað.

  Flottar myndir, lítur reyndar ekki út eins og þetta sé ísland! Frekar svona photo-shoot fyrir R&I í Ouray!

  Kv. Softarinn

  #53720
  gulli
  Participant

  Já, gaman að þú minnist á jakkann hans Robba. Ég er nokkuð viss um að þetta er lánsjakki sem er sérstaklega fenginn með þegar fær ljósmyndari er á svæðinu ….

  Róbert er nýjasta skilgreiningin á glory hunter … :)

  #53721
  Skabbi
  Participant

  Stuðið hélt á fram í Tvíburagili í dag. Við Smári klári, Róbó, Bjöggi og Gulli hnulli renndum enneftir í einmuna blíðu um tvöleitið. Þar sem við gengum upp gilið sáum við Ága tryggja Eirík (þaggi?) og Daða graða upp Helvítis Fokking fokk, ánægjan skein úr hverju andliti.

  Við skiptum liði, Bjöggi og Smári stukki í Ólympíska á meðan við Gulli kröfsuðum í HFF. Leiðin er prýðileg skemmtun, en það er afskaplega mikill ís í henni núna. Erfitt að henda M gráðum á þessar fáu íslausu hreyfingar. Hvað um það, stórfín leið, verðir gaman að prófa aftur í ísminni aðstæðum. Kertið í Hagsmunagæslunni var afskaplega rislítið, þolir trúlega ekki langvarandi sólbað mjög vel.

  Eftir hlé var róterað, Bjöggi og Smári fóru í HFF og ég fékk að spreyta mig á Ólympíska. Þetta er greinilega leið sem breytir mjög um karakter í takt við ísinn. Hún var mun auðsóttari núna heldur en um síðustu helgi, kertið hefur stækkað og styrkst, býður nú upp á löðrandi skemmtilega sveiflu út á ísinn sem ekki var í boði síðast. Fyrirtak!

  Án þess að ég vilji endilega spilla ánægju Róberts á því spreyja frá því sjálfur (en samt pínu), þá boltaði hann nýja leið í dag. Læt honum eftir grafískar lýsingar á unaðinum sem fylgdu hverri hreyfingu. Nóg var allavega stunið.

  Frábær eftirmiðdagur sem skilaði nýrri boltaðri leið og tveimur nýjum limum í Ólympíska Félagið!

  Allez!

  Skabbi

  #53722
  Robbi
  Participant

  Já eins og Skabbi segir þá var boltuð ný leið í Tvíburagili í dag. Leiðin er næsta vinstramegin við Ólym. Fer upp klettaslútt á milli tveggja kerta og svo ræður maður hvort maður fer hægri eða vinstri.
  Leiðin er töluvert erfiðiari en Ól…Ég hef svo sem ekki mikinn mælikvarða á það nema ógleðina og blóðbragðið þegar ég loksins hafði það upp á brún eftir ansi skrautleg föll. Leiðin hefur upp á að bjóða nokkur grip og er langt á milli allra þeirra, að augi eru flest allat klippingar í bolta tæpar. Sama hvað ég másti og blés þá hafði kletturinn betur svo ekki er komið nafn eða gráða. Leiðin fær nafn og gráðu þegar hún verður farin í viðeigandi stíl.

  Varðandi jakkann, þá já…þetta er fyrisætujakki að kröfu Gumma Dúllu. Það þýðir ekkert að vera klæddur eins og malbik alla daga. En þess má geta að nýji jakkinn minn kemur með 100 boltasjóðsaugum til Íslands einhverntíman í febrúar.

  #53723

  Góður dagur í gilinu. HFF er ágætis leið.

  Ági

7 umræða - 1 til 7 (af 7)
 • You must be logged in to reply to this topic.