Tindfjöll helgina 22-23 okt

Home Umræður Umræður Almennt Tindfjöll helgina 22-23 okt

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46565
  1012803659
  Participant

  Við fórum nokkrir úr FBSR upp í Tindfjöll síðastliðna helgi, markmið ferðarinnar var að vinna í Tindfjallaseli á laugardaginn og leika okkur á sunnudaginn.

  Við gistum í ísalp-skálanum, laugardagsnóttina.

  Það er miklu meiri snjór í Tindfjöllum en ég bjóst við. Það var þungfært upp frá miðskálanum.

  [img]https://lh5.googleusercontent.com/-iGh0ChedP8c/TqZ8Ov8w0FI/AAAAAAAAbPI/HSKU0PC-3UU/s1024/IMG_9269.JPG[/img]

  Spiluðum Trivial á laugardagskvöldinu og fengum þessa snilldar spurningu á appelsínugulum reit:

  [img]https://lh5.googleusercontent.com/-ZshCH8X1cCM/TqZ8OltQWlI/AAAAAAAAbO8/pfPWE9ijhDk/s1024/IMG_9278.JPG[/img]

  Á Sunnudeginum fórum við hring með viðkomu á Haka, Saxa, Búra og Hornklofa. Við vorum ekki á skíðum, en það var flott skíðafæri ofan við Isalp-skálann.

  #56975
  Björk
  Participant

  Takk fyrir að deila þessu Guðjón :)

  Já það er alveg snjór á svæðinu og þessi spurning gæti bara ekki verið meira viðeigandi. Vona að sá sem fékk hana hafi vitað svarið!

  #56977
  Freyr Ingi
  Participant

  Kökuspurning kannski?

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
 • You must be logged in to reply to this topic.