Telemarkhelgin

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Telemarkhelgin

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45184
  0704685149
  Meðlimur

  Nú er undirbúningurinn fyrir Telemarkhelgina kominn á fullt.

  – Lokaviðræður og samningatarnir við styrktaraðilar nú á hverjum degi.

  – Ráðgjafahópur frá Reykjavík er að sjá um skipulagningu skemmtanahaldsins sem hefur þótt of sveitó hingað til.

  – Athugið að enn er tekið við skráningum á Telemarkhelgina hér á ISALP-síðunni. Það eru nærri 50 manns búnir að skrá sig þegar allt er talið, þótt talan sýni annað.

  – Ekki vera feimin við að skrá ykkur, hvet alla til að skrá sig á næstu dögum, svo við sjáum hvað við þurfum stóran skemmtistað.

  – Það sem af er árinu hafa snjóalög verið eins og best gerist á landinu hér Norðanheiða.

  – Munið – búningakeppnina. Allir hvattir til að mæta í búning á laugardaginn. Bæði Einstaklingskeppni og Liðakeppni. Síðustu ár hefur varla verið hægt að gera greina mun á hörkuni í búningakeppninni eða á skíðunum, milli liða.

  – Alltaf sól og snjór fyrir norðan yfir Telemarkhelgina.

  kveðja
  Bassi og Böbbi + aðstoðaliðið allt saman

1 umræða (af 1)
 • You must be logged in to reply to this topic.