Splitbretti Interface, Skyn og Crampon

Home Umræður Umræður Keypt & selt Splitbretti Interface, Skyn og Crampon

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47052
  2403785749
  Meðlimur

  Ég á Voile Interface:
  http://www.voile-usa.com/Merchant2/merchant.mvc?Screen=PROD&Product_Code=1100-U&Category_Code=SB&Product_Count=2

  Og Skyn:
  http://www.voile-usa.com/Merchant2/merchant.mvc?Screen=PROD&Product_Code=1102&Category_Code=SB&Product_Count=4

  Og Crampon:
  http://www.voile-usa.com/Merchant2/merchant.mvc?Screen=PROD&Product_Code=1140&Category_Code=SB&Product_Count=5

  Þetta er allt saman ónotað og er ég tilbúinn að láta þetta frá mér á sanngjörnu verði ef einhver hefur áhuga. Selst allt saman eða í sitt hvoru lagi.

  Annars á ég sjálfur Burton S-Series Bretti og það er massa gaman að taka hæk n ræd á því:

  http://www.snowsphere.com/iceland/sailing-ski-snowboard-iceland-3

  Hafið samband ef þið hafið áhuga á þessu:

  geiri@nikitaclothing.com

  eða

  8623478

  Heilsaaaaaaaaaaaaa

  Geiri

  #53255
  Sissi
  Moderator

  Ahhh, mikið er hressandi að sjá sjálfan Don brettanna hérna á Ísalp, Geira Formann, ekki bara Björk eitthvað að tuða um að það sé töff að skíða í plóg ;)

  Terminator

  #53256
  Goli
  Meðlimur

  Uss – er einskíðungum að fjölga hér?

  Snýst þetta split dæmi ekki um að skera bretti í sundur svo þið getið rennt ykkur í plóg?

  17. aldar búnaður er málið!

  P.S: Sá ég ykkur tvo ekki í rúllusleik á Arnarhóli á menningarnótt?

  #53257
  2403785749
  Meðlimur

  Mike Basich að sýna hvernig á að breyta snjóbretti í splitbretti: http://sports.espn.go.com/broadband/video/video?id=3682761

  Á Voile USA heimasíðunni kostar:

  – Interface: 160 USD = 22.240 kr (gengi 139)

  – Skyn: 150 USD = 20.850 kr. (gengi 139)

  – Crampon: 85 USD = 11.815 kr. (gengi 139)

  Samtals = 54.905 kr.

  Ég er tilbúinn að selja allt dæmið á 20.000 kr.

  Þetta er ekkert notað hjá mér alveg eins og nýtt.

  Hilsen

  Geiri

  #53258
  0506824479
  Meðlimur

  Hva, er ísalp alltíenu orðin einhver brettaklúbbur??

  Mig langar að vera með,

  Óska eftir straubretti, helst ódýru, ekki væri verra að hafa það samanbrjótanlegt og á fæti.

  Doddi

  #53259
  Robbi
  Participant

  Ég á split-hjólabretti inní kompu. Þegar þú ert búinn að fá leið á því að renna þér einbretta getur tekið það í sundur og notað sem línuskauta.
  Fer til hæstbjóðanda.

  robbi

  #53260
  Sissi
  Moderator

  Robbi ætti nú bara að halda sig við stöðupendúla og þvottavélar…

  #53261
  Goli
  Meðlimur

  Annars á maður ekki að vera að eyðileggja góða þræði með skæting, það var bara svo freistandi.

  Mér sýnist þetta vera kostaboð hjá Geira fyrir fylgismenn einskíðunga.

  #53262
  Robbi
  Participant

  Djöfull get ég ekki beðið eftir næsta trompi hjá sissa. You rock !
  rh

  #53263
  Sissi
  Moderator

  Þú þarft eiginlega að fara að gefa mér eitthvað nýtt efni, þetta fer alveg að verða pínu þreytt. Nei hvað er ég að segja, góð vísa…

  Það er allt að vera vitlaust!

  #53264
  0703784699
  Meðlimur

  ….það er nú gott að ísalparar geti haft ofan af fyrir bankafólki sem hafa æ minna að gera þessa dagana, eða svo má allaveganna dæma á umferð þeirra á netinu þessa dagana, líkt og um námsmenn í sumarfríi!!!!

11 umræða - 1 til 11 (af 11)
 • You must be logged in to reply to this topic.