spennandi nám

Home Umræður Umræður Almennt spennandi nám

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #44784
    2906647999
    Meðlimur

    Ég vek athygli félaga í Íslenska Alpaklúbbnum á námi sem boðið er í ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Við teljum að námið hér og lífið á Hólum höfði til fólks sem hefur áhuga á útivist og ýmsri afþreyingu sem tengist náttúrunni. Nú þegar hefur björgunarsveitarfólk, leiðsögumenn, fararstjórar, ferða- og fjallafólk sótt námið og líkað vel. Það er ekki síst fyrir þeirra hvatningu að ég hef samband við ykkur í Íslenska Alpaklúbbnum.

    Námsleiðir
    Í ferðamáladeild Hólaskóla er boðið upp á nám til BA-gráðu í ferðamálafræði þar sem áhersla er lögð á afþreyingu, náttúru og menningu. Einnig er hægt að taka eins árs nám og öðlast þá diplómagráðu í ferðamálafræði ásamt landvarðarréttindum og staðarvarðarréttindum. Diplómanám í viðburðastjórnun er nýr valkostur. Möguleiki er á að taka diplómanámið í fjarnámi.
    • BA í ferðamálafræði (180 ECTS)
    • Diplóma í ferðamálafræði (ásamt landvarðaréttindum og staðarvarðarréttindum) – (90 ECTS)
    • Diplóma í viðburðastjórnun (60 ECTS)

    Skemmtilegt, fjölbreytt og hagnýtt
    Námið er bæði fræðilegt og verklegt. Hagnýt verkefni miðuð við raunverulegar aðstæður eru stór hluti námsins og nýtast vel þegar út í atvinnulífið er komið. Í náminu er fjallað um afþreyingu, útivist og upplifun, leiðsögn, umhverfi ferðamanna, mat, gistingu, menningu, náttúru, sem og ferðafræði, bókhald, aðferðafræði, rekstrarfræði og markaðsfræði.

    Skagafjörður
    Í Skagafirði eru möguleikar á margs konar útivist. Stutt er í skíðasvæðið í Tindastóli, í Skagafirði er hefð fyrir fljótasiglingum í Jökulánum, ekki þarf að fara langt í ísklifur og Tröllaskaginn er gósenland fjallamannsins. Á Sauðárkróki er sjókayak-klúbbur. Nærumhverfi Hóla er fallegt og þar eru margar gönguleiðir. Þetta umhverfi er beint nýtt í tengslum við námið en einnig er ljóst að það er hægt að hafa nóg að gera á milli þess sem legið er yfir bókum!

    Ég hvet ykkur félaga í Íslenska Alpaklúbbnum sem hafið áhuga á að gera áhugamál ykkar að atvinnu að íhuga þann möguleika að koma til Hóla. Á vef skólans eru ítarlegar upplýsingar og námskeiðslýsingar sem segja ykkur enn meira um námið og lífið á Hólum. Vefslóð Háskólans á Hólum er http://www.holar.is

    Nánari upplýsingar veitir Guðrún Þóra Gunnarsdóttir deildarstjóri (ggunn@holar.is). Einnig eru nemendur til í spjall.

    Með kærri kveðju og von um að sjá ykkur sem flest,
    Sólrún (solrun@holar.is)

1 umræða (af 1)
  • You must be logged in to reply to this topic.