Slys í Múlafjalli um helgina

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Slys í Múlafjalli um helgina

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45177
  Skabbi
  Participant

  Þar sem engar ítarlegri lýsingar frá hlutaðeigandi hafa borist um klifurslysið í Múlafjalli um helgina ætla ég að segja frá því sem ég veit og frétti um málið.

  Við vorum fjórir sem fórum inneftir um níuleytið á laugardaginn á bíl frá Björgunarsveitinni Ársæli. Við lögðum á stæðinu, engir aðrir bílar voru þá sjáanlegir undir fjallinu. Gengum upp að leiðum frekar austarlega í fjallinu, austan við Scottish leader, ef það hjálpar e-m. Þegar við vorum að gera okkur klára fyrir klifrið tókum við eftir bíl sem lagt hafði verið mun vestar en stæðið, líklega undir Rísanda eða þar um bil.

  Við klifruðum okkar fystu leiðir og gengum svo til vesturs að niðurgöngugilinu. Þá var bíllinn ekki lengur sjáanlegur en hefði líklega verið í hvarfi hvort eð er. Næstu leiðir sem við klifruðum voru rétt austan við niðurgöngugilið, vestan við Íste og Pabbaleiðina. Við bjuggumst allataf við að sjá klifrarana sem, að því er við töldum, voru í Rísanda eða Stíganda. Á e-m tímapunkti sáum við bíl frá Flugbjörgunarsveitinni aka eftir þjóðveginum, en veittum því svosem enga sérstaka athygli. Ég get ómögulega munað hvenær dagsins það var.

  Við vorum komnir niðrí bíl fyrir klukkan sex og veittum því athygli að blái fólksbíllinn var þá horfinn. Á heimleiðinni fékk ég símtal frá Gulla sem spurði hvort við hefðum verið að slasa okkur í Múlafjalli. Þá hafði kvisast út að Flugbjörgunarsveitin hafði farið inneftir til að sækja mann í Rísanda sem hafði öklabrotnað. Honum var komið niður úr leiðinni og borinn niður í bíl, að því er ég best veit.

  Alvarleg slys í ísklifri hafa verið blessunarlega fátíð á Íslandi undanfarin ár. Ég vona innilega að sá sem slasaðist hljóti skjótan bata. Ég skora jafnframt á þá sem hafa frekari upplýsingar um tildrög slyssins og björgunina að gefa sig fram. Það er mikilvægt að við reynum að læra af þeim fáu slysum sem verða.

  Allez!

  Skabbi

  #52618
  0510815879
  Meðlimur

  Sæl
  Frétti aðeins að þessu en sá sem slasaðist var að klifra með Dodda og voru þeir í 2 sp. í rísanda þegar félagi hans dettur eftir að vera búinn að seta inn tvær. Skilst að hann hafi grándað og lent á fótunum og snúið annan fótinn á sér illa, skilst að hann hafi slitið eitthvað en ekki viss um að hann hafi brotnað. Doddi sigur honum niður og en síðar koma flubbar úr bænum og taka hann niður í börum.

  Minnir okkur á að það er ekki gott að detta ísklifri, en vel tæklað hjá Dodda.

  Kv. Arnar

  #52619
  0506824479
  Meðlimur

  Sælir

  Smá rapport hérna

  Já ég var að klifra með Óla félaga mínum á laugardaginn. Í grófum dráttum gerist þetta svipað eins og Arnar lýsir hér fyrir ofan, við erum í annarri spönn þegar Óli dettur eftir að hafa sett inn 2 skrúfur. hann lendir með fæturnar á littlum stöllum en grándar ekki alveg.

  ég hef strax samband við félaga mína í flubbunum og bið þá að koma á staðin.

  Þegar ég svo er að kanna ástandið á honum þá er ég ekki alveg viss hversu alvarlegt þetta er því þó honum sé mjög illt í löppinni þá virðist hann ekki vera mjög kvalinn. Því tel ég þarna að þetta sé ekki jafn alvarlegt og síðar kom í ljós.

  Ég byrja á að síga honum niður leiðina svo einnig snjóbrekkuna undir henni. En þegar það er búið eru félagar okkar komnir uppí brekkuna og koma honum niður restina í börum.

  Á slysó kemur svo í ljós að Óli hafði brotið kúluna á hægri ökkla og þurfti aðgerð til að rétta það brot. Á sunnudeiginum kemur svo í ljós að hann hefur einng brotið ökklan á vinstri fæti, en það kemur í ljós þegar hann prufar að ferðast um með hækju.

  Vona að þetta svari einhverjum spurningum

  Kveðja
  Doddi

  #52620
  Gummi St
  Participant

  Sælir,

  Vona að hann Óli nái sér vel eftir þetta óhapp. Hann hefur allavega allann minn hug hjá sér, þetta bara gerist og menn læra af reynslunni… þekki það bara sjálfur. Verst bara að hann meiddist svona illa.

  Allavega um að gera að láta sér batna og fara svo strax rólega af stað aftur til að losna við skrekkinn…

  bestu kveðjur,
  Gummi St.

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
 • You must be logged in to reply to this topic.