Skíðaleiðangrar vetursins – fyrsta þverun?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Skíðaleiðangrar vetursins – fyrsta þverun?

Tagged: 

 • Höfundur
  Svör
 • #68749
  Sissi
  Moderator

  Nokkrir skíðaleiðangrar sem ég hef frétt af undanfarið

  1) Eru bretarnir fyrstir til að þvera Íslands frá strönd til strandar á skíðum/labbandi?

  Ben James og Neil Peter gengu frá Akureyri, suður Sprengisand og að strönd sunnanmegin á 21 degi. Luku verkinu 17. janúar. Hvernig var það, voru ekki einhverjar pólskar konur sem mössuðu þetta fyrir nokkrum árum, sem Símon var innan handar? Og kannski fleiri áður? Hvenær vetrar var það? Hafa kannski mýmargir gert eitthvað svona í gegnum tíðina?

  2) Coldest Crossing liðar, Charlie Smith og Stefan Rijnbeek lögðu upp frá Rifstanga um miðjan desember, gengi í nokkra daga, beiluðu útaf einhverju veseni með búnað. Byrjuðu aftur frá Akureyri og hættu svo við í Nýjadal. Voru sóttir þar.

  3) Ítölsku gaurarnir sem póstuðu hérna lögðu af stað en mér skilst að þeir hafi beilað. Voru með háleitar hugmyndir um vegalengd per dag í haust.

  Síðustu vikur hafa náttúrulega verið hörmulegar í svona verkefni.

  Væri fróðlegt að heyra frá fróðara fólki um skíðagönguleiðangra hvort þessi 1) leiðangur var fyrsta eitthvað eða ekki.

  #68751
  Sissi
  Moderator

  Bömp fyrir forsíðu

2 umræða - 1 til 2 (af 2)
 • You must be logged in to reply to this topic.