Sjaldan er ein sprungan stök..

Home Umræður Umræður Almennt Sjaldan er ein sprungan stök..

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47541
  Karl
  Participant

  Sá í Mogganum að jeppamenn hafa uppgötvað að jöklar eru sprungnir!
  http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/02/08/hyggjast_gera_atak_i_oryggismalum_i_kjolfar_banasly/

  Þegar einn jeppakarlin las þetta í blaði allra landsmanna þá kviknaði heldur en ekki á perunni hjá kauða;
  „Án þess að hafa dottið það í hug áður, þá ætti maður auðvitað að vera með sigbelti og línu sem staðalbúnað í jöklaferðum…“
  Þetta gullkorn er að finna á http://f4x4.is/index.php?p=127269&jfile=viewtopic.php&option=com_jfusion&Itemid=228#p127269

  Fyrir fjórum árum rifjaðist einning upp fyrir jeppamönnum að jöklar eru sprungnir og þá var að venju flogið með Ísalpara á staðinn.

  Þá setti ég þessa litlu klausu á þennan vef:

  http://www.isalp.is/umraedur.html?func=view&catid=5&id=3760

  Þetta kallaði á heilmikil viðbrögð jeppakallanna. -bloggþráðurinn er samhengislaus þar sem búið er að ritskoða helsta skítkastið gegn sendiboðanum

  http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=7&t=6346&hilit=karl+ing%C3%B3lfsson

  Það sem mér þykir hinsvegar merkilegast er þetta myndband
  http://www.youtube.com/watch?v=LS_52OnhpRU
  Í seinni hlutanum má sjá nokkra bíla fasta þar sem jökullinn lítur út fyrir að vera krosssprunginn. Þar er fólk á vappi ótryggt og e-h er meira að segja á vappi (8:15) og leiðir smákrakka……

  #55140
  1108755689
  Meðlimur

  Jahérna. Þetta er áhugavert.

  „það er hægt að síga í sprungur á einfaldan máta, ég þurti að fara 15 metra niður og sækja dót (svefnpoka tjald og fl.) við vorum með línu bundum likkju á báða enda fyrir báða skó, mér var slakað niður og svo voru böndin dregin upp til skiftis, eins og labba upp stiga.
  kvGunni“

  #55141
  Sissi
  Moderator

  Það er þarft að ræða um þessi mál, sérstaklega nú þegar veður og aðstæður eru orðin svona skrýtin og snjóþekja í febrúar á jöklum rétt eins og að hausti.

  Vil samt benda mönnum á að stíga varlega hér til jarðar og athuga að margir eiga um sárt að binda eftir atburðinn á Langjökli fyrir rúmri viku. Hafið það í huga í þessum þræði.

  Kveðja,
  Sissi

  #55145
  3110665799
  Meðlimur

  Var á ferð á svipuðum slóðum og varð vitni af því þegar þessir bílar „lentu“ í þessum aðstæðum. (Trackið) sem var valið er ekki algengasta leiðin, verð að viðurkenna að við stefndum á þetta svæði á leið tilbaka frá Fjallkirkju, en sáum fljótlega sprungur og snérum hið snarasta á fyrra (track).
  Vil orða hlutina varlega eins og Sizzler segir, en á þessum vettvangi og tíma var kæruleysið of mikið að mínu mati.

  #55147
  Karl
  Participant

  Allt þar til fyrir 20 árum voru árvissar leitir af rjúpnaskyttum sem ekki rötuðu aftur til byggða.
  Þetta var orðið það umfangsmikið vandamál að hjálparsveitirnar lögðust í áttavitakennslu á hverju hausti til að spara sér þokuþrammið í leitum, því auðvitað var fyrirhafnarminna að uppfræða skytturnar og láta þá skila sér af fjalli af sjálfsdáðum.
  Í dag þykir sjálfsagt að veiðimenn kunni góð skil á rötun.

  Ég held að við þurfum ekki að vera viðkvæmir fyrir því að ræða jöklaferðir og kunnáttu (leysi) jöklafara á Íslenskum jöklum á almennum forsendum.
  Staðreyndin er sú að fæstir þeirra sem aka um jöklana á eigin vegum hafa þekkingu á þeim þáttum sem allstaðar annarsstaðar þykja sjálfsagðir meðal jöklafara sem ferðast á eigin vegum.

  Ég man í augnablikinu eftir þrem tilvikum þar sem björgunarsveitir voru kallaðar til eftir að ferðamenn á jeppum eða vélsleðum höfðu fallið í sprungu.
  Það er umhugsunarvert að hvorki fjölmiðlar eða björgunaraðilar hafa gagnrýnt kunnáttuleysi þeirra sem þarna voru á ferðinni.
  Á meðan ekki kemur upp gagnrýnin umræða um kunnáttu jöklafara þá eru ekki miklar líkur á breytingum.
  Sjálfum finnst mér eðlilegt að jöklafarar,eða amk lykilmenn í hverjum hóp, kunni að bera sig um á sprungusvæðum og fara upp og niður sprungur.

  Við alvarleg sjó, flug og umferðarslys er gerð opinber skýrsla þar sem einnig er að finna tillögur um úrbætur. Þar er einfaldlega viðurkennt að opin umræða og gagnrýni er forsenda umbóta.
  Ég held að þeim sem eigi um sárt að binda sé mestur sómi sýndur með umfjöllun og úrbótum. Ekki er að sjá að slys í jökulsprungum á undanförnum árum hafa orðið hvati að bættri ferðamennsku.
  Ég tel enga ástæðu til að menn dragi úr jöklaferðum en það er enn í gildi að „vits er þörf þeim er víða ratar“

  Ég hef aldrei verið í „Slysavarnarfélagi“ og er ekki í krossferð á þessu sviði en finnst óvitlaust að þessi umræða fari af stað innan þeirra samtaka þar sem mest þekking er til staðar á hefðbundinni jöklamennsku.

  #55148
  0801667969
  Meðlimur

  Vel mælt hjá Kalla. Sammála honum í einu og öllu. Óþarfa viðkvæmni kemur litlu til leiðar. Hef oft bent á slysahættuna kringum Goðastein á Eyjafjallajökli á 4×4 vefnum. Hef alltaf talið stórslys í aðsigi á þeim slóðum miðað við hegðan manna. Nú þarf maður reyndar að vera félagsmaður til að leggja orð í belg á spjallinu hjá klúbbnum. Það er alveg ljóst, af spjallinu að dæma, að þekking jeppamanna á jöklum almennt er merkilega lítil.

  Kv. Árni Alf.

  #55149
  2208704059
  Meðlimur

  Gagnlegir pistlar hjá Kalla. Beinskeyttir að venju.
  Það sem mér finnst sorglegast við þetta slys er fljótfærnin, hugsunarleysið. Þetta myndbrot þar sem fullorðinn heldur járnkarli í annari hendi, til að leita sprungna, og heldur í barnið í hinni ætti auðvitað bara að fara í barnaverndarnefnd.
  En burt úr hneiksluninni, hvað er til ráða.

  Það held ég að sé fyrst til ráða að hér á landi verði kynnt sú staðreynd að jöklar eru hættulegir, þeim sem um þá fara megi teljast eðlilegt að lenda í vandræðum, jafnvel þannig að viðkomandi eigi ekki afturkvæmt.
  Þegar þessi hugsun er komin inn hjá öllum, er hægt að byrja að vinna.
  Hvernig er leiðarvali háttað?
  Hvað formar jökulinn?
  Afhverju eru sprungur hér en ekki þar?
  Hvernig hefur tíðarfarið verið?
  Er öruggt að það séu ekki sprungur af því að það er kominn janúar?

  Eftir Hofsjökulsslysið var rætt um kort, græn, gul og rauðmerkt jöklakort, og leitað eftir samstarfi við þá aðila sem atvinnu hafa af því að kortleggja jöklana, þe HÍ og Orkustofnun sem var.
  Á þeim bæum voru allir sammála.
  Nei, þetta gerum við ekki.
  Er allt sem er ekki merkt rautt grænt osfrv?

  Nei það eru allir sammála um eitt, fræðsla þarf að koma til bæði á leiðarvali og svo auðvitað á því hvernig þú bjargar þér sjálfur út úr vandræðum, allavega þeim smærri.

  Allir fjallamenn læra
  A: Að velja sér leiðir um fjallendi helst lausar við td. snjóflóðahættu.
  B. Að bjarga félögum sínum ef þeir lenda í vandræðum.

  Kannski Karl geti sett saman nokkurskonar „vistakstursnámskeið“ um jökla?

  Hlynur Sk.

  #55151
  Karl
  Participant

  Bendi mönnum á að halda áfram lestri jeppamannablogs

  Maður sem hefur atvinnu af akstri ferðamanna á blöðrujeppa virðist telja eigin vankunnáttu eðlilegt ástand og leggur til að komið verði upp kortum á krossvið við helstu aðkomuvegi að jöklum sem sýni hvar sé hættulaust að ferðast…
  9/2 kl 15:54 http://f4x4.is/index.php?p=127451&jfile=viewtopic.php&option=com_jfusion&Itemid=228#p127451

  Sá sem á eftir honum skrifar kl 22:19 leggur til að símsvaraþjónusta segi mönnum hvað er óhætt….

  Til að setja þessa speki í samhengi þá er þetta sambærilegt við hugmyndir um krossviðarspjald á Ingólfsgarði sem sýnir sjófarendum öldufría leið út Faxaflóann…- Eða krossviðarspjald er sýni snjóflóðafríar skíðaleiðir á Tröllaskaga, -nú eða við Hvalfjarðargatnamót væri skilti sem sýndi örugga leiðir upp Þilið í Eilífsdal. Hugmyndir um sömu uppl. úr símsvara eru álíka gagnlegar.

  Ég heyrði fyrir löngu þá gamansögu að Nýsjálenskir jöklar þættu öruggastir yfirferðar að hausti, -því þá væru allar sprungur fullar af Áströlum!
  Broddurinn í sögunni er auðvitað sá að heimamönnum hefur ekki þótt fyrirhyggja og kunnátta nágrannanna upp á marga fiska og afföll á þeim verið umtalsverð.
  Í þessu tilviki hafa Ástralarnir þá afsökun að vera á jökli í fyrsta skipti og vankunnáttan því auðskýrð.

  Á Íslandi þykir hinsvegar eðlilegt að menn ferðist árum saman um jökla án þess að hafa lært eða ætla sér að læra undirstöðuatrið um öryggi á jöklaferðum….

  Þetta verður ekki leyst með krossviðarspjöldum eða símsvörum.
  Ekki var hægt að sjá að jeppaferðafélagið 4×4 hafa markað sér stefnu í þessum efnum.

  Sammála Hlyn að menn verða að sýna ferðamennskunni þá virðingu að læra helstu atriði um eiginleika jökulíss og samspil við landslag og yfirborðshalla, -og svo auðvita þessa hefðbundnu fræði um öryggi á sprungusvæðum og umferð um sprungur.

8 umræða - 1 til 8 (af 8)
 • You must be logged in to reply to this topic.