Rjukan 2011?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Rjukan 2011?

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47561
  0111823999
  Meðlimur

  Hei alle sammen!

  Ef að einhverjum vantar eitthvað að gera í byrjun janúar og langar að skella sér í ísklifur á einu flottasta svæði Norður Evrópu (og jafnvel víðar) þá eru þið meira en litið velkomin til Rjukan!
  Við verðum þarna nokkur (eða nokkrar) að klifra frá 5 janúar og væri gaman að sjá krúttleg íslensk andlit ;)

  Ef ykkur langar að kíkja og vantar upplýsingar eða hjálp við að finna gistingu (gæti verið að við leigjum ‘hytte’) þá getið þið sent póst á mig hmh12@hi.is

  Vona að íslensku vetur sé að gera vel við ykkur!

  Med vennlig hilsen,
  Helga María

  #55816
  Smári
  Participant

  Hvað verðið þið lengi þarna? ég verð hugsanlega þarna í grend á svipuðum tíma…

  kv. Smári

  #55819
  0111823999
  Meðlimur

  Hæ Smári
  Stefnir í að við verðum þarna frá 4 – 9 jan. Endilega vertu í bandi! Getur sent mér mail og ég læt þig fá norska númerið mitt :)

  kv,
  Helga María

  #56072
  0111823999
  Meðlimur

  Síðasti séns til að bætast í hópinn þar sem við leggjum í hann á morgun! Annars vonast ég til að sjá ykkur sem flest síðar á árinu ;)

  #56073
  Skabbi
  Participant

  Gleðilegt ár og góða ferð krakkar!

  Skabbi

  #56076
  Freyr Ingi
  Participant

  Tek undir þetta með Skabba.

  Nýtið tímann vel og njótið!

  Það er gaman að vera í Rjukan… ef maður er ísklifrari það er að segja. Fátt annað hægt að gera þarna.
  Helsta dægrastyttingin hjá heimamönnum er að taka kláfinn upp á fjall og sjá sólina sem annars lætur ekki sjá sig þarna niðri í dal svo égveitekkihvaðmörgum mánuðum skiptir.

  En, þið gerið væntanlega grein fyrir árangri og stemmara á isalp.is hvort sem þið farið í kláfinn eða ekki.

  Ble.

  Freysi

  #56097
  3103833689
  Meðlimur

  Stuð kveðja frá Rjukan, gott að heyra að veturinn sé að mæta aftur á klakann. Vonum að þið séuð að drukna úr púðri og ís eins og við.

  Verkefni kvöldsins er að rústa Rjúkningum í ísklifur Pub Quiz.

  Kv Heiða, Steinar og Helga María

  #56107
  0111823999
  Meðlimur

  Jæææja hvað haldið þið…Rjukan er snilld! Nóg að gera þarna fyrir ísklifrara af öllum stærðum og gerðum og ekki verra að vera með skíðin í farteskinu líka þar sem Gaustablikk bíður upp á hið fínasta skíðasvæði (og púður þessa vikuna)og Gaustatoppen er þarna í bakgarðinum Gaustatoppen.

  Það voru þreyttir klifrar sem komu til Oslo í gær og myndir því ekki settar strax inn á netið en þær koma fljótlega :)

  Ég er a.m.k mega sátt með ferðina og félagsskapinn! Er ekki frá því að mestu harðsperrurnar séu í brosvöðvunum ;) þó að hinir vöðvarnir hafi ekkert sloppið!

  Bkv,
  Helga María

  #56128
  2308862109
  Participant

  Hrikalega fínt að vera í Rjukan hefði verið snilld að vera með.
  Það verður gaman að sjá myndir frá ykkur.

  #56187
  Steinar Sig.
  Meðlimur

  Jæja hér eru komnar myndir: http://www.flickr.com/photos/steinarsig/sets/72157625831344148/

  Ferðasagan er í mjög stuttu máli svona.

  Heiða, Helga María og Steinar hittust í Ósló eftir flugferðir, strætóferðir eða lestarferðir. Fengum mat hjá frændfólki Heiðu og keyrðum á bílaleigubíl til Rjukan. Fundum þar Smára sem beið og beið. Komum okkur fyrir í Rjukan Caravan og Hyttepark og skipulögðum morgundaginn.

  Fyrsti dagurinn byrjaði undir Vemork brúnni. Fórum þar Deuterium í einhverju bríerí áður en við kvöddum Vemork og fórum í Ozimosis. Þar er endalaust af leiðum á pínulitlu svæði í skóginum. Klifruðum ýmislegt þar. Fórum á Climb-Inn barinn.

  Annan daginn fór Smári heim. Við hin fórum aftur í Ozimosis og klifruðum til 4. Fórum þá heim í grjónagraut og preppuðum okkur fyrir skíði. Skíðuðum í flóðlýsingunni fram eftir kvöldi.

  Dag þrjú fórum við Hvítárfoss. Skv. bókinni er það 9 spanna leið. Við höfum líklega gengið lengra upp hann en gert er ráð fyrir og svo fórum við líka fullar 60m spannir, því við fórum fjórar spannir. Eftir fjórar spannir áttum við líklega eina eftir en það var komið svartamyrkur og því sigum við niður. Enduðum daginn svo í Pub Quiz á Climb-Inn. Stórfínt hótel fyrir klifrara. Gistum þar kannski næst ef við tímum því. Skemmtilegasti dagurinn.

  Fjórða daginn skoðuðum við safnið í Vemork og lærðum um það hvernig Norðmenn björguðu heiminum frá tortímingu. Mjög flott safn sem gaman er að skoða. Klifruðum svo leið sem er ca. einni spönn frá inngangi safnsins. Susses Veil. Gerðum við eitthvað meira? Man það ekki.

  Síðasta daginn skoðuðum við Krokan. Ótrúlega flott svæði, en allt sem var við okkar hæfi var fullsetið. Keyrðum því að Vemork og fórum í Upper Gorge svæðið. Klifruðum þar Nedre Svingfossen. Hittum fullt af Bretum og keyrðum til Ósló.

  Mælum með Rjukan.

  Gagnlegir punktar:

  Gisting á Rjukan Hytte og Caravan Park – Mjög ódýrt, enda frekar basic. En alveg fínt.

  Fórum á barinn í Climb-Inn og værum alveg til í að gista þar. Flott hótel rekið af klifrurum með stórar hugmyndir. Brýningaraðstaða, þurrkaðstaða, matur og alles. Göngufæri í vikuskammt af leiðum. Gæti því verið ódýrara ef bílaleigubíl er sleppt.

  #56188

  Það hefur greinilega verið góður stemmari hjá ykkur. Ljóst að maður þarf að fara kíkja til Rjukan.

  Takk fyrir að pósta myndum.

11 umræða - 1 til 11 (af 11)
 • You must be logged in to reply to this topic.