Reiðhjólanaglar

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Reiðhjólanaglar

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46944
  0801667969
  Meðlimur

  Hér í Bláfjöllum blasir við óvenjuleg sjón. Ljós koma svífandi niður fjallið. Líkist englum á talsverðum hraða. Steypast niður af fjallinu alls staðar. Þegar englarnir eru skoðaðir nánar þá eru þeir vængjulausir en notast við reiðhjól á nöglum. Vængjlausir verða þeir að notast við stólalyftu en ég gæti trúað því að fílingurinn sé svipaður og að fljúga a.m.k. ef marka má hraðann. Líst vel á þetta sport.

  Kv. Árni Alf.

  P.S. Hefur enginn keðjað hjól?

  #55934
  Steinar Sig.
  Meðlimur

  Það dásamlega við netið er að skrítið fólk um allan heim sameinar krafta sína og býr til skrítna hluti eins og snjókeðjur á reiðhjólsnjókeðjur á reiðhjól. Ekki mikið mál að prófa ef þú ert með diskabremsur eða bremsulaus.

  #55939
  2707713519
  Meðlimur

  Það hafa opnast skemmtilegir möguleikar að hjóla niður fjöll á veturna með tilkomu öflugra nagladekkja. Einnig hefur verið prófa að bora dekkin með stálskrúfum. Það hefur virkað ágætlega en það þarf að teipa dekkið mjög vel að innna.

  Hér er verið að hjóla á Sólheimajökli.

  kv.
  Óli Júll

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
 • You must be logged in to reply to this topic.