Og þá er komið að Bratta.

Home Umræður Umræður Almennt Og þá er komið að Bratta.

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46777
  2208704059
  Meðlimur

  Fyrst, til hamingju með Tindfjallaskála.

  Næst, hvað eigum við að gera við Bratta?
  Þetta er eiginlega sú spurning sem fyrst verður að svara.

  Ég legg til að hann verði gefinn til FÍ og helst að atkvæði verði greidd um málið á næsta aðalfundi.

  Gefum okkur að það náist ekki í gegn, hvað þá? Vill klúbburinn eiga hann og hafa hann í nothæfu ástandi?
  Á að lappa upp á hann til málamynda eða eigum við að gera eitthvað meira?
  Ég fékk símtal í vikunni frá Ásgeiri á Leirá, formanni Björgunarfélags Akraness. Hann hafði, að mér skildist, verið á spjalli við mág sinn Óskar Helga í Ultima Thule og þeir verið að ræða áætlað „uppálapp“ Bratta og hvort að rétt væri að fresta því. Fresta því á þeim forsendum að hann væri að koma til byggða.

  Nú legg ég til að „Brattavinafélag ÍSALP“ verði formlega stofna til frekari pælinga í þessum málum. Í Brattavinafélagið, hef ég þegar skráð sjálfan mig, Ásgeir á Leirá, Óskar í Thule, Gutta Þórarinsson sem reyndar bæði teiknaði Bratta og tók þátt í að smíða hann og Kidda kafara af Skaganum , reyndar að bæði Kidda og hinum forspurðum.

  Tilmæli til stjórna ÍSALP fyrir næsta stjórnarfund: Hefur stjórn ÍSALP áhuga á því að „Brattavinafélagið“ skoði Bratta og komi með áætlun um endurgerð hans þannig að hann megi vera Alpaklúbbnum til sóma næstu árin og helst áratugi og það skjól á fjöllum sem slíkt hús er, sérstaklega á stað eins og Botnssúlum.

  Brattavinafélagið er opið öllum þeim sem ekki „hugsa sig frá verkefnunum“ heldur eru til í að leggja á sig tíma og vinnu við þessa endurgerð.

  Kv. Hlynur Skagfjörð Pálsson.

  #54451
  Björk
  Participant

  Já næsta verkefni hjá Ísalp er að ákveða hvað skal gera með Bratta.

  Ég held að fyrsta skrefið sé að meta hvað þarf nákvæmlega að gera. Er hægt að laga hann á staðnum eða er þetta annað Tindfjallaverkefni.

  Hér eru myndir sem ég tók af skálanum í vetur. http://picasaweb.google.com/bjorkh/Bratti#

  Nú tala ég bara fyrir mig í stjórninni en ég held alveg örugglega að það sé vilji hjá stórninni að Brattavinafélagið sé stofnað og gerð áætlun.

  Held að Grænlandsfarar stjórnarinnar séu væntanlegir á skerið og fljótlega hægt að hafa fullmannaðan stjórnarfund.

  kv. Björk

  #54453
  1506774169
  Meðlimur

  af myndunum að dæma virðist þetta vera efni í annað stórverkefni, það er kominn fúi í þetta og gluggaföls virðast vera að komast á seinni snúninginn.

  Þetta er væntanlega efni í fundahöld allavega :)

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
 • You must be logged in to reply to this topic.