Nýliði í fjallaskíðun!

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Nýliði í fjallaskíðun!

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #47268
  Magnus A.
  Meðlimur

  Er átján ára og eftir að hafa minnkað afreksæfingar í sundi, hefur í staðinn komið brennandi áhugi á fjallamennsku, og þar kannski mest áhugi á fjallaskíðun.

  Nú hef ég mikið verið að skoða og spá í fjallaskíðapakka, (sem ég hef ekki ennþá fjárfest í), og einnig hvernig off-piste menningin er hérna á Íslandi og mig langar að athuga hvort ég sé nokkuð á miklum villigötum varðandi það;

  Varðandi skíði þá hef ég verið að spá í skíði svona í kringum 95mm-105mm breið skíði. Það sem helst hefur vakið áhuga minn enn sem komið er, er K2-Kung Fujas, Armada-Arv, BD-Verdict, BD-Kilowatt, Rossignol S5 BC og reyndar fleirum því úr nógu er að taka. Ber að minnast að fyrir mér er twin tip nokkuð stór plús(en er því miður ekki hjá BD), því það getur kryddað upp á tilveruna að læra allt upp á nýtt, aftur á bak!:)

  Með bindingar hef ég helst verið að spá í bindingum sem eru mjög sterkar og traustar, því ég er ragur við að fórna skíðaeiginleikunum þó að ég fari í AT sett. Skilst að dynafit og diamir séu eitthvað sem vert er að skoða.

  Skórnir eru eitthvað sem ég ætla að vanda mig sérstaklega við að velja, því allavega fyrir mig skíða ég verr og af minna öryggi ef að skórnir eru að ónáða mig(á þessu hefur borið í mínum „venjulegu“ head skóm. Scarpa sýnist mér vera leiðandi í fjallaskíðunarskóm og yrðu einhverjir eins og spirit 3-4 eða skookum fyrir valinu hjá mér.

  Er þetta ekki annars leiðin sem flestir velja til að komast á fjöll hérna. Fjallaskíði + AT bindingar + fjallaskíðunarskór og síðan skinn undir. Hvernig virkar þetta annars þegar gengið er í miklum halla, eru skíðin þá bara tekin af og klifrað upp.

  Þetta fer að verða býsna langur pistill og væri mjög vel þegið að fá ráðleggingar og fróðleik frá ykkur reyndari. Eru samt einhverjir hópar sem eru að fara í þetta saman, eða einhverjir sem standa fyrir skipulögðum ferðum upp á fjöll. Gaman væri að fá að slást einhverntíma með því ég þekki ekki marga í þessu sporti, stundum er maður að leggja af stað einn, sem er ekki skynsamlegt, en hvað getur maður gert, þetta er svo ótrúlega skemmtilegt!

  Kveðja, Magnús A.

  #54312
  Anna Gudbjort
  Meðlimur

  Sæll Magnús,

  ég er löt og las ekki pistilinn þinn orð fyrir orð en ég sé glitta í ‘Kung Fujas’ og segi AMEN við þeim skíðunum. Skemmtileg og ‘playful’ skíði. Ekki beint ‘fjallaskíði’ en fyrir einhvern sem vill geta verið jafnvígur bæði innan og utan skíðasvæða þá er þetta flottu kostur. Næstu skíði sem ég kaupi mér verða klárlega Kung Fujas eða Lib Tech NAS skíði.

  Ef þú hefur ekki of miklar áhyggjur af þyngd og vilt solid bindingar þá mæli ég með því að þú kíkir á Marker Duke bindingarnar. Hardcore túrhestar hlægja kanski af þeim sem eru túra með Marker Duke en nema þú sért spandex klæddur ítalí í kapphlaupsgír þá ætti það ekki að koma að sök. Annars klikka Dynafit ekki. Tékkaðu t.d. á Dynafit TLT Vertical Race Ti. Annars er aðallega bara að þetta sé ei-ð sem þú getir skítamixað útí óbyggðum þegar (ekki ef) ei-ð gefur sig. Já og svo er G3 víst að senda frá sér einhverja ofurbindingu sem er eflaust svipuð Marker Duke að eiginleikum. Onyx minnir mig að hún heitir.

  Ég á Scarpa skó og er mjög ánægð með þá. Garmont þykja líka ágætir. Þekki ekki til BD skónna en það er oft ekki verra en að bíða þangað til ‘nýjar vörur’ hafa verið einhvern tíma á markaðnum og búið er að losa þær við aukadrasl og hönnunargalla.

  Það er rétt, svo þarftu klifurskinn undir skíðin. Þú þarf einnig að eiga snjóflóðaýli, skóflu og snjóflóðastöng og ekki verra að kunna að nota hlutina. Til þess að þessir hlutir gagnist þér þarftu að vera með félaga með þér sem er með sama búnað og kann að nota hann.
  Stundum eru skíðin tekin undan og gengið upp til fóta. En það eru líka upphækanir á bindingunum sem þú setur upp þegar þú gengur í halla og það hjálpar.

  Það var stofnað hér í vetur ‘utanbrautabandalag’ sem þú ættir endilega að kynna þér. Eflaust einhverjir hérna sem geta sagt þér nákvæmlega frá því.

  Það eru endalausar upplýsingar að fá varðandi fjallaskíðamennsku og margar mismunandi skoðanir.

  Gangi þér vel að versla inn búnaðinn og ég vona að þú eigir ennþá fermingarpeningana þína því þetta er ansi drjúgur startpakki.

  Kv. Anna

  #54314
  1506774169
  Meðlimur

  Anna, hvar fær maður Marker Duke hér á landi, einhverja hugmynd um það?

  #54315
  0703784699
  Meðlimur

  Jeremy Jones við sama heygarðshornið!

  http://jeremyjones.net/

  Ef menn vilja sjá hvernig á að stunda rennsli utanbrauta,

  kv.Himmi

  #54316
  Anna Gudbjort
  Meðlimur

  Ég geri fastlega ráð fyrir því að Marker Duke séu ófáanlega hér á landi
  , því miður. Þori annars ekki að lofa því.

  Og vá, Jeremy Jones, vá. Gnarly to the max. Hver segir að snjóbrettamenn eigi ekki heima innan bratta geirans. Takk fyrir að pósta þessu, kem til að fylgjast spennt með þessu blogginu.

  #54321
  Magnus A.
  Meðlimur

  Takk fyrir gott svar.

  – Já, Kung Fujas líta mjög girnilega út.
  – Utanbrautarbandalagið kíki ég á
  – Á eftir að fjárfesta í heilögu þrenningunni, en kann á hana

  Ég er virkilega glaður að sjá hérna í umræðunum að allnokkrir eru í þessu.

  Eitt sem mig langar að vita…, eru margir í þessu til þess að fara fallegar leiðir í „touring mode“ eða eru menn í þessu til að komast yfir nýjar, ósnertar krefjandi línur:)? Er utanbrautarbandalagið í þessu báðu?

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
 • You must be logged in to reply to this topic.