Ný leið í Vestrahorni

Home Umræður Umræður Klettaklifur Ný leið í Vestrahorni

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #46264
  2806763069
  Meðlimur

  Skrifað af Rafni Emilssyni.

  Hrappur og ég kláruðum að græja nýja leið í horninu fyrir skemmstu. leiðin liggur að mestu leiti hægra megin við ódysseif og er sex spannir sem allar eru vel boltaðar. allar spannirnar eru uþb 5.10 fyrir utan eina sem er um 5.8 eða níu. Leiðin ber nafnið Saurgat Satans og er ágætis viðbót við fjölspanna flóruna hér á landi.
  innan skamms mun koma frekari leiðarlýsing með myndum og tilheyrandi á vefinn en ef einhverjir hyggja á að klifra leiðina er best fyrir þá að hafa samband við okkur og fá alla ræðuna.

  Einnig vil ég benda á að leiðin er ekki sportklifurleið þó að margir boltar séu í henni, því lausir steinar geta leynst í henni ásamt því að hún krefst almennrar þekkingar á fjölspanna klifri.

  -já og eitt í viðbót ef hún er klifruð með single rope þá er 60m lína nauðsynleg ef menn vilja komast niður aftur með góðu móti.

  …og svo vona ég bara að sem flestir eigi eftir að eiga ánægjulegar stundir í saurgatinu….

  Rafn Emilsson

  #48920
  Siggi Tommi
  Participant

  Snilld. Hlakka til að renna austur og grípa í grjótið.
  Geturðu gefið upp Emil eða síma sem er hægt að ná í ykkur Vestrahornsbræður?

  #48921
  Stefán Örn
  Participant

  Snilld drengir! Enn meiri ástæða til að keyra austar en Hnappavellir.

  #48922
  2005774349
  Meðlimur

  Ömurlegt hjá ykkur piltar.
  Ég ætla aldrei að renna austar en Hnappavellir.
  Búú!!!

  #48923
  Stefán Örn
  Participant

  Segðu Djonn, segðu. Það er eins og það er..hmmmm

  #48924
  2806763069
  Meðlimur

  Rafn sonur Emils skrifar..
  abbababb…

  ég er með leyninúmer.. og hrappur er væntanlega í símaskránni.

  emilinn minn er rafne@hi.is og heimasími 5658424.

  …. Mamma þín er Bú… -og nær austar en Hnappavellir….

  #48925
  Hrappur
  Meðlimur

  ‘eg gæti sagt ykkur símann hjá mér en þá þyrfti Rafn að drepa ykkur :(

7 umræða - 1 til 7 (af 7)
 • You must be logged in to reply to this topic.